Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar Magnús Halldórsson skrifar 13. janúar 2013 23:05 Snjallsímar eru nú í höndum meira en milljarðs manna í heiminum, en sala á þeim hefur verið gríðarlega hröð, frá því að þeir komu fyrst á markað. Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, og munu ekki allir endurnýja þá hratt. Samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarfyrirtækið IDC tekur saman reglulega voru sölutölurnar ekki síst athyglisverðar fyrir árin 2010 og 2011. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu mála í lok árs 2012, en vöxturinn hélt áfram á því ári þegar nær öll met voru slegin. Samsung er stærsta snjallsímafyrirtæki heimsins, og Apple kemur fast á eftir. Aðrir framleiðendur eru nokkuð á eftir þeim. Nokia var framan af einn stærsti söluaðili snjallsíma í heiminum, einkum í Asíu, en salan hefur minnkað mikið, og var langt frá Apple og Samsung á árinu 2012, samkvæmt fréttum, en eins og áður sagði þá liggja heildartölur fyrir það ár ekki fyrir enn. Þá segja sölutölurnar ekki alla söguna, þar sem verð eru misjöfn á símunum, allt eftir gæðum og tegundum. Tæplega 800 milljónir snjallsíma seldust á heimsvísu á árunum 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum IDC. Þessi sala hefur haft mikil áhrif á ýmsa þjónustu, sem nú er orðin aðgengileg í gegnum snjallsíma, s.s. bankaþjónusta og ýmis smásala. Sjá má upplýsingar um sölu og markaðshlutdeild, í töflu hér að neðan, en upplýsingar koma frá IDC.Snjallsímar2011 sala á snjallsímum2011 Markaðs- hlutdeild2010 sala á snjallsímum2010 Markaðs-hlutdeildBreytingar milli áraSamsung94.019.1%22.97.5%310.5%Apple93.219.0%47.515.6%96.2%Nokia77.315.7%100.132.9%-22.8%Research In Motion51.110.4%48.816.0%4.7%HTC43.58.9%21.77.1%100.5%Aðrir132.326.9%63.720.9%107.7%Samtals491.4100.0%304.7100.0%61.3% Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, og munu ekki allir endurnýja þá hratt. Samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarfyrirtækið IDC tekur saman reglulega voru sölutölurnar ekki síst athyglisverðar fyrir árin 2010 og 2011. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu mála í lok árs 2012, en vöxturinn hélt áfram á því ári þegar nær öll met voru slegin. Samsung er stærsta snjallsímafyrirtæki heimsins, og Apple kemur fast á eftir. Aðrir framleiðendur eru nokkuð á eftir þeim. Nokia var framan af einn stærsti söluaðili snjallsíma í heiminum, einkum í Asíu, en salan hefur minnkað mikið, og var langt frá Apple og Samsung á árinu 2012, samkvæmt fréttum, en eins og áður sagði þá liggja heildartölur fyrir það ár ekki fyrir enn. Þá segja sölutölurnar ekki alla söguna, þar sem verð eru misjöfn á símunum, allt eftir gæðum og tegundum. Tæplega 800 milljónir snjallsíma seldust á heimsvísu á árunum 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum IDC. Þessi sala hefur haft mikil áhrif á ýmsa þjónustu, sem nú er orðin aðgengileg í gegnum snjallsíma, s.s. bankaþjónusta og ýmis smásala. Sjá má upplýsingar um sölu og markaðshlutdeild, í töflu hér að neðan, en upplýsingar koma frá IDC.Snjallsímar2011 sala á snjallsímum2011 Markaðs- hlutdeild2010 sala á snjallsímum2010 Markaðs-hlutdeildBreytingar milli áraSamsung94.019.1%22.97.5%310.5%Apple93.219.0%47.515.6%96.2%Nokia77.315.7%100.132.9%-22.8%Research In Motion51.110.4%48.816.0%4.7%HTC43.58.9%21.77.1%100.5%Aðrir132.326.9%63.720.9%107.7%Samtals491.4100.0%304.7100.0%61.3%
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira