Merkel hvatti leiðtoga til þess að halda einbeitingu Magnús Halldórsson skrifar 25. janúar 2013 01:04 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefðu skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Í frétt New York Times kemur fram að Merkel hefði lagt áherslu á að stjórnmálaleiðtogar þyrftu að hafa úthald og hafa trú á þeim áætlunum sem þegar hefðu verið samþykktar til þess að bæta stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu. „Seðlabanki Evrópu hefur gert mikið [...] Það hvílir á okkur pólitísk skylda að vinnuna heimavinnuna okkar," sagði Merkel m.a. í ræðu sinni. Staða efnahagsmála í Evrópu hefur verið erfið undanfarin misseri, sé horft á meðaltalstölur fyrir álfuna. Atvinnuleysi mælist nú ríflega ellefu prósent, en mikill munur er þó að stöðu mála í Suður-Evrópu og Norður-Evrópu. Alvarlegust er staðan á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi, en þrátt fyrir batamerki að undanförnu í þessum löndum er atvinnuleysi enn mikið. Á Spáni mælist nú tæplega 26 prósent atvinnuleysi, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Sjá má frétt New York Times um ræðu Merkel hér. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefðu skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Í frétt New York Times kemur fram að Merkel hefði lagt áherslu á að stjórnmálaleiðtogar þyrftu að hafa úthald og hafa trú á þeim áætlunum sem þegar hefðu verið samþykktar til þess að bæta stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu. „Seðlabanki Evrópu hefur gert mikið [...] Það hvílir á okkur pólitísk skylda að vinnuna heimavinnuna okkar," sagði Merkel m.a. í ræðu sinni. Staða efnahagsmála í Evrópu hefur verið erfið undanfarin misseri, sé horft á meðaltalstölur fyrir álfuna. Atvinnuleysi mælist nú ríflega ellefu prósent, en mikill munur er þó að stöðu mála í Suður-Evrópu og Norður-Evrópu. Alvarlegust er staðan á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi, en þrátt fyrir batamerki að undanförnu í þessum löndum er atvinnuleysi enn mikið. Á Spáni mælist nú tæplega 26 prósent atvinnuleysi, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Sjá má frétt New York Times um ræðu Merkel hér.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira