Fyrir tæpum tveimur áratugum ákvað tæknirisinn Microsoft að dreifa stýrikerfinu Windows með innbyggðum vafra, Internet Explorer. Þessi ákvörðun hefur reynst dýrkeypt. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Microsoft um rúma 92 milljarða króna fyrir að ekki kynnt neytendum í Evrópu aðra vafra en Explorer.
Dómur í málinu féll í dag en meðferð þess hefur dregist verulega á langinn. Árið 2009 var Microsoft sakað um að hafa brotið samkeppnislög með því að hampa eigin vafra. Fyrirtækið, sem hefur um árabil haft ráðandi stöðu á tölvumarkaðinum, brást við með því að leyfa notendum að velja vafra við uppsetningu stýrikerfisins.
Það var síðan árið 2010 sem villa í hugbúnaði Microsoft, nánar tiltekið í uppfærslu á Windows 7 stýrikerfinu, leiddi til þess að notendur fengu ekki að velja eigin vafra. Í kjölfarið var Microsoft stefnt á ný fyrir brot á samkeppnislögum.
Microsoft gert að greiða 92 milljarða króna

Mest lesið

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Af og frá að slakað sé á aðhaldi
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili
Viðskipti innlent