Yngstu milljarðamæringar heims 5. mars 2013 14:10 MYND/GETTY Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir ríkustu einstaklinga jarðar en þeir eru þetta árið 1.426 talsins. Af þeim eru 29 undir fertugu. Þessi hópur á samanlagt 119 milljarða en uppspretta auðæva þeirra er af ýmsum toga. Þá efnuðust tíu í tæknigeiranum. Ellefu eru frá Bandaríkjunum.Hér fyrir neðan má sjá helstu nöfnin á listanum yfir yngstu milljarðamæringa jarðar: Yngstur er Dustin Moskovitz. Hann er 28 ára gamall og er metinn á 3.8 milljarða Bandaríkjadala. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerberg í Harvard og var einn af stofnendum Facebook.Mark Zuckerberg sjálfur, stofnandi og stjórnarformaður Facebook er metinn á 13.3 milljarða dala. Hann er 28 ára gamall. Moskovitz og Zuckerberg eru þó ekki þeir einu sem efnuðust á samskiptamiðlinum Facebook. Eduardo Saverin, sem er þrítugur, var einn af stofnendum síðunnar. Saverin er af brasilísku bergi brotinn en bjó árum saman í Bandaríkjunum. Árið 2011 afsalaði hann sér bandarískum ríkisborgararétt og hélt til Singapúr.Sean Parker, stofnandi Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, er síðan metinn á tvo milljarða dala. Hinn þrjátíu og sex ára gamli Jack Dorsey er síðan metinn á 1.1 milljarð dala. Hann er einna þekktastur fyrir stofnun Twitter en auðævi hans má þó rekja til hlut hans í greiðslufyrirtækinu Square. Stofnandi GoPro, Nicholas Woodman, er einnig á listanum og metinn á 1.3 milljarða dala. Félagarnir Sergey Brin og Larry Page eru aldursforsetar en þeir eru báðir 39 ára gamli. Brin og Page stofnuðu lítið fyrirtæki árið 1998 sem átti eftir að hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks, Google. Brin er metinn á 22.8 milljarða dala og Page á 23 milljarða.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira