Bill Gates skammar sköllótta auðmenn 18. mars 2013 06:25 Bill Gates einn af stofnendum Microsoft og annar auðugasti maður í heimi notaði tækifærið nýlega til að húðskamma aðra auðmenn fyrir að leggja ekki nægilegt fé í lífsnauðsynlegar lyfjarannsóknir. Þetta kom fram í ræðu Bill Gates á ráðstefnu um verkfræði í London fyrir helgina. Gates segir að út frá þörfum mannkynsins ætti helsta forgangsverkefni í rannsóknum í dag að vera að finna bóluefni gegn malaríu. Hinsvegar sé nær engu fé varið í þetta verkefni. Ef einhver vill aftur á móti rannsaka hvort hægt sé að finna lækningu gegn skalla er mokað í hann fé. Með þessu vill Bill Gates benda á að þeir sem hafa fé aflögu til að setja í rannsóknir séu að stórum hluta efnaðir sköllóttir menn. Bill Gates er upphafsmaður klúbbs milljarðamæringa í heiminum sem ákveðið hafa að gefa helminginn af auði sínum til góðgerðaverka annað hvort meðan þeir lifa eða að sér látnum. Meðal annarra í þessum hópi má nefna Warren Buffett, George Soros, George Lucas og Richard Branson. Samanlagður auður þeirra er talinn vera yfir 150 milljarðar dollara. Helmingur þeirrar upphæðar samsvarar um sexfaldri landsframleiðslu Íslands. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bill Gates einn af stofnendum Microsoft og annar auðugasti maður í heimi notaði tækifærið nýlega til að húðskamma aðra auðmenn fyrir að leggja ekki nægilegt fé í lífsnauðsynlegar lyfjarannsóknir. Þetta kom fram í ræðu Bill Gates á ráðstefnu um verkfræði í London fyrir helgina. Gates segir að út frá þörfum mannkynsins ætti helsta forgangsverkefni í rannsóknum í dag að vera að finna bóluefni gegn malaríu. Hinsvegar sé nær engu fé varið í þetta verkefni. Ef einhver vill aftur á móti rannsaka hvort hægt sé að finna lækningu gegn skalla er mokað í hann fé. Með þessu vill Bill Gates benda á að þeir sem hafa fé aflögu til að setja í rannsóknir séu að stórum hluta efnaðir sköllóttir menn. Bill Gates er upphafsmaður klúbbs milljarðamæringa í heiminum sem ákveðið hafa að gefa helminginn af auði sínum til góðgerðaverka annað hvort meðan þeir lifa eða að sér látnum. Meðal annarra í þessum hópi má nefna Warren Buffett, George Soros, George Lucas og Richard Branson. Samanlagður auður þeirra er talinn vera yfir 150 milljarðar dollara. Helmingur þeirrar upphæðar samsvarar um sexfaldri landsframleiðslu Íslands.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira