Kýpur fær neyðarlán Hjörtur Hjartarson skrifar 16. mars 2013 12:50 Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira