Kýpur fær neyðarlán Hjörtur Hjartarson skrifar 16. mars 2013 12:50 Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira