Bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, ætlar að hefja málsóknir gegn 50 forstjórum og yfirmönnum í sex bönkum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu árum.
Mun bankaumsýslan krefja þessa menn um samtals 2,8 milljarða danskra króna eða rúma 60 milljarða króna í skaðabætur. Meðal bankanna sem hér um ræðir eru Hróarskeldubankinn og hinn færeyski Eik banki sem var skráður í kauphöllina hérlendis á sínum tíma.
Einnig er reiknað með að stjórnendur Amagerbankans bætist í þennan hóp innan skamms tíma.
Forstjóri bankaumsýslunnar segir að málsóknir þessar séu nauðsynlegar til að hindra að sagan endurtaki sig, að því er segir á vefsíðu börsen.
Málsóknir gegn 50 stjórnendum fallinna banka í Danmörku

Mest lesið

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent