Bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, ætlar að hefja málsóknir gegn 50 forstjórum og yfirmönnum í sex bönkum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu árum.
Mun bankaumsýslan krefja þessa menn um samtals 2,8 milljarða danskra króna eða rúma 60 milljarða króna í skaðabætur. Meðal bankanna sem hér um ræðir eru Hróarskeldubankinn og hinn færeyski Eik banki sem var skráður í kauphöllina hérlendis á sínum tíma.
Einnig er reiknað með að stjórnendur Amagerbankans bætist í þennan hóp innan skamms tíma.
Forstjóri bankaumsýslunnar segir að málsóknir þessar séu nauðsynlegar til að hindra að sagan endurtaki sig, að því er segir á vefsíðu börsen.
Málsóknir gegn 50 stjórnendum fallinna banka í Danmörku

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent



Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent


Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent