Frá og með næsta mánudegi geta Danir keypt sér morgunmat á öllum 86 hamborgarastöðum McDonalds í Danmörku milli klukkan sjö og tíu á morgnana.
Hér er um að ræða hafragraut, rúnstykki af ýmsum gerðum og annað sem Dönum finnst gott að borða í morgunmat.
Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að þar með ætli McDonald sér í bullandi samkeppni við staði eins og 7eleven, bakarí og bensínstöðvar.
Kannanir hafa sýnt að yfir 60% Dana borða morgunmat reglulega eða á hverjum degi og að stór hluti þeirra kaupir morgunmatinn á leið í vinnuna, einkum ungt fólk.
Hafragrautur í boði á McDonald stöðum í Danmörku
