Bílasala í Evrópu hefur hrapað frá áramótum og stefnir í að verða sú minnsta í álfunni undanfarin 20 ár.
Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að nýskráningar bíla í mars í Evrópu minnkuðu um 10% miðað við fyrri mánuð og var mars 18 mánuðurinn í röð þar sem dregur úr bílasölunni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins minnkaði bílasalan um 9,7% miðað við sama tímabil í fyrra en rúmlega 3 milljónir bíla voru nýskráðar á fjórðungnum.
Max Warburton sérfræðingur hjá Sanford C. Bernstein segir í samtali við Bloomberg að í Þýskalandi sé um hreint hrun að ræða í bílasölunni. Þar minnkuðu nýskráningar bíla um 17% í mars.
Bílasala hrapar á Evrópumarkaði

Mest lesið

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent