Seðlabankar heimsins hafa tapað 560 milljörðum dollara eða um 65.000 milljörðum króna á verðlækkunum á gulli undanfarin tvö ár.
Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið hjá Bloomberg fréttaveitunni. Eins og fram kom í fréttum í vikunni varð versta verðhraun á heimsmarkaðsverði á gulli einum degi á mánudag þegar verðið hrapaði um 125 dollara á únsuna. Þetta var endir á þróun sem hófst fyrir tveimur árum þegar gullverðið náði hámarki í rúmlega 1.900 dollurum á únsuna.
Í dag er verðið stendur verðið í 1.380 dollurum eftir að hafa rétt aðeins úr kútnum í gær og í morgun.
Seðlabankar heimsins liggja með nærri 32.000 tonn af gulli í hirslum sínum eða 19% af öllu gulli sem unnið hefur verið í heiminum frá upphafi.
Frá því að verðið á gullinu náði hámarki árið 2011 hefur verð þess fallið um 29% og þar með hefur andvirði gullforða seðlabankanna fallið í verði um 560 milljarða dollara.
Seðlabankar hafa tapað 65 þúsund milljörðum á verðlækkunum á gulli

Mest lesið


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent