Seðlabankar heimsins hafa tapað 560 milljörðum dollara eða um 65.000 milljörðum króna á verðlækkunum á gulli undanfarin tvö ár.
Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið hjá Bloomberg fréttaveitunni. Eins og fram kom í fréttum í vikunni varð versta verðhraun á heimsmarkaðsverði á gulli einum degi á mánudag þegar verðið hrapaði um 125 dollara á únsuna. Þetta var endir á þróun sem hófst fyrir tveimur árum þegar gullverðið náði hámarki í rúmlega 1.900 dollurum á únsuna.
Í dag er verðið stendur verðið í 1.380 dollurum eftir að hafa rétt aðeins úr kútnum í gær og í morgun.
Seðlabankar heimsins liggja með nærri 32.000 tonn af gulli í hirslum sínum eða 19% af öllu gulli sem unnið hefur verið í heiminum frá upphafi.
Frá því að verðið á gullinu náði hámarki árið 2011 hefur verð þess fallið um 29% og þar með hefur andvirði gullforða seðlabankanna fallið í verði um 560 milljarða dollara.
Seðlabankar hafa tapað 65 þúsund milljörðum á verðlækkunum á gulli

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent