Einn af stærstu bleiku demöntum í heiminum var seldur á uppboði í gærkvöldi fyrir rúmlega 39 milljónir dollara eða um 4,6 milljarða króna.
Demanturinn sem er nærri 35 karöt að stærð var seldur á uppboði hjá Christie´s í New York en kaupandinn vill halda nafni sínu leyndu.
Demantur þessi fannst í hinum sögufrægu Golconda demantanámum á Indlandi fyrir 300 árum síðan og var eitt sinn í eigu konungsættarinnar í hinu auðuga héraði Mughai þar í landi.
Demanturinn sem kallast Princie hefur verið í einkaeign frá því á sjöunda áratug síðustu aldar.
Golconda námurnar eru m.a. Þekkar fyrir að þar hafa fjórir af stærstu bleiku demöntum heimsins fundist í gegnum aldirnar. Tveir af þeim voru eitt sinn hluti af krúnudjásnum keisarans í Íran.
Sjaldgæfur bleikur demantur seldur á 4,6 milljarða
