Innistæðueigendur á Kýpur gætu tapað 1.300 milljörðum 15. apríl 2013 13:38 Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira