Útlit er fyrir hagvöxt í Grikklandi á næsta ári og yrði það í fyrsta sinn á síðustu sex árum að hagvöxtur mælist í landinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Evrópusambandinu, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, oft kallað þríeykið.
Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir m.a. að þrátt fyrir þessa jákvæði þróun sé ástand mála í Grikklandi síður en svo gott. Atvinnuleysi mælist yfir 25% og á þessu ári er reiknað með að landsframleiðslan dragist saman um 4,5%.
Í fyrrgreindi yfirlýsingu segir að útlit sé fyrir hóflegan hagvöxt á næsta ári sem studdur er af minni verðbólgu en nemur meðaltalinu á evrusvæðinu og þeim sveigjanleika sem orðið hefur í launamálum. Launalækkanir hafi bætt samkeppnishæfni Grikklands.
Þá leggur þríeykið áherslu á þær umbætur sem orðið hafa í skattamálum Grikkja. Ríkissjóður landsins fær mun meiri skattatekjur en áður og dregið hafi úr spillingu í landinu. Einnig sé endurreisn gríska bankakerfisins komin vel á veg.
Útlit fyrir hagvöxt í Grikklandi á næsta ári

Mest lesið

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent


Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent


Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent


Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent