Einkatölvan hefur aldrei verið jafn óvinsæl og nú.
Alls voru sjötíu og sex komma þrjár milljónir einkatölva seldar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og er þetta fjórtán prósent minni sala en á sama á síðasta ári.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá rannsóknarsetrinu IDC í New York. Ástæðurnar fyrir þessu eru margþættar en vinsældir spjaldtölva og snjallsíma eiga vafalaust hlut að máli.
Að mati sérfræðinganna í New York hefur efnahagskreppan sjálf einnig haft verulega áhrif á vinsælir einkatölvunnar. Í því samhengi er vísað í þá miklu lægð sem hefur verið í endurnýjun tölvubúnaðar á vinnustöðum víða um heim.
Í þokkabót virðist það vera sem svo að tæknirisinn Microsoft, sem ráðið hefur lögum og lofum á markaðinum undarin ár, hafi sjálfur stuðlað að þessari þróun.
Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, var hannað í þeim tilgangi að virka á snertiskjám og er tilkoma þess er talin hafa stuðlað að minni sölu á einkatölvunni gömlu.
Í dag einkatölvan því álíka vinsæl og hún var árið nítján hundruð níutíu og fjögur. Einn sérfræðingur sagði í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að tíðindin væru skelfileg. Ljóst væri að snjallsímatæknin og spjaldtölvur hefðu endanlega sigrað einkatölvuna.
Einkatölvan aldrei jafn óvinsæl

Mest lesið

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent


Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent