Stjórn bandaríska netrisans Yahoo hefur samþykkt kaup á samskiptamiðlinum Tumblr fyrir 1,1 milljarð bandaríkjadala. Þetta var kynnt rétt í þessu á Twitter síðu fjölmiðilsins Wall Street Journal.
Viðræður hafa verið aðilanna á milli upp á síðkastið um einhverskonar samstarf, en upphaflega stóð til að félögin myndu gera samning um að Tumblr myndi selja Yahoo þjónustu sína en ekki félagið í heild.
