Jafnt hjá Val og ÍBV í frábærum leik | Úrslit í Pepsi-deild kvenna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. maí 2013 00:01 Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira