Stjórnvöld í Bretlandi og Noregi hafa ákveðið að vinna áfram að lagningu sæstrengs milli landanna. Um lengsta sæstreng í heimi yrði að ræða.
Í frétt um málið á Reuters segir að orkufyrirtækin sem leggja þennan streng, National Grid í Bretlandi og Statnett í Noregi ráðgeri að flutningsgeta strengsins verði 1.400 megawött og að kostnaður við hann liggir á bilinu 1,5 til 2 milljarðar evra eða allt að 320 milljarða kr.
Fram kemur í fréttinni að National Grid fái þegar orku um sæstrengi frá Frakklandi, Írlandi og Hollandi. Í bígerð sé strengur frá Belgíu og að fyrirtækið hafi áhuga á að leggja streng frá Íslandi.
Sæstrengurinn milli Bretlands og Noregs fór í umhverfismat þegar árið 2003 og fékk þá grænt ljós frá umhverfisyfirvöldum. Hinsvegar náðist ekki samkomulag það ár um hvernig ætti að fjármagna lagningu hans.
