Google heldur í dag blaðamannafund þar sem nýjar vörur fyrirtækisins eru kynntar.
Það sem sérfræðingar búast við að verði helst á döfinni er tónlistarþjónustan Google Play Music, frekari þróun á Google Glass og upplýsingar um fleiri þjónustur tæknirisans.
Um fimm þúsund sérfræðingum úr tæknibransanum var boðið á fundinn en hann er í beinni útsendingu á Youtube.
Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í spilaranum hér fyrir ofan. Spilarinn er stilltur á upphaf útsendingarinnar þannig að hægt er að spóla um sex mínútur inn í útsendinguna til að horfa frá byrjun.
Einnig er hægt að kynna sér málið nánar á þessarri síðu sem sett var upp fyrir fundinn.
Viðskipti erlent