Húsleitir hjá þremur af stærstu olíufélögum Evrópu 15. maí 2013 07:26 Húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum þriggja af stærstu olíufélögum Evrópu í gærdag. Þessi olíufélög og fleiri eru grunuð um að hafa stjórnað heimsmarkaðsverði á olíu með víðtæku samráði undanfarin 10 ár. Húsleitirnar voru gerðar að skipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.Um er að ræða olíufélögin Shell, BP og Statoil. Einnig var leitað hjá hinu virta greiningar og ráðgjafafyrirtæki Platts en það gefur út á hverjum degi viðmiðunarverð á hráolíu. Þær upplýsingar eru síðan notaðar til grundvallar í flestum olíuviðskiptum. Þar að auki nota ríkisstjórnir margra landa þetta viðmiðunarverð til að ákveða hve mikla skatta olíufélögunum ber að greiða í viðkomandi landi. Í fréttum af málinu í evrópskum fjölmiðlum kemur fram að fyrrgreind olíufélög segjast öll ætla að vinna með yfirvöldum í að upplýsa málið. Í norskum fjölmiðlum má sjá að málið er talið mikið áfall fyrir norskt viðskiptalíf. Verdens Gang ræðir við Thinu Saltvedt greinenda hjá Nordea sem segir að þetta mál gæti orðið svipað fyrir olíuiðnaðinn og Libor vaxtahneykslið var fyrir bankageirann. Sem kunnugt er hafa nokkrir stórbankar borgað tugi eða hundruð milljarða kr. í sektir vegna Libor vaxtahneykslisins. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum þriggja af stærstu olíufélögum Evrópu í gærdag. Þessi olíufélög og fleiri eru grunuð um að hafa stjórnað heimsmarkaðsverði á olíu með víðtæku samráði undanfarin 10 ár. Húsleitirnar voru gerðar að skipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.Um er að ræða olíufélögin Shell, BP og Statoil. Einnig var leitað hjá hinu virta greiningar og ráðgjafafyrirtæki Platts en það gefur út á hverjum degi viðmiðunarverð á hráolíu. Þær upplýsingar eru síðan notaðar til grundvallar í flestum olíuviðskiptum. Þar að auki nota ríkisstjórnir margra landa þetta viðmiðunarverð til að ákveða hve mikla skatta olíufélögunum ber að greiða í viðkomandi landi. Í fréttum af málinu í evrópskum fjölmiðlum kemur fram að fyrrgreind olíufélög segjast öll ætla að vinna með yfirvöldum í að upplýsa málið. Í norskum fjölmiðlum má sjá að málið er talið mikið áfall fyrir norskt viðskiptalíf. Verdens Gang ræðir við Thinu Saltvedt greinenda hjá Nordea sem segir að þetta mál gæti orðið svipað fyrir olíuiðnaðinn og Libor vaxtahneykslið var fyrir bankageirann. Sem kunnugt er hafa nokkrir stórbankar borgað tugi eða hundruð milljarða kr. í sektir vegna Libor vaxtahneykslisins.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira