Spá brotthvarfi Volvo og Mitsubishi frá Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 29. maí 2013 08:45 Volvo S60 Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent
Viðskiptablaðið Wall Street Journal spáir því að áður en árið 2014 verður liðið muni bæði Volvo og Mitsubishi vera horfin af markaði í Bandaríkjunum. Blaðið segir að mjög erfitt sé fyrir bílaframleiðanda með minna en 0,5% markaðshlutdeild þar að keppa við risa eins og Volkswagen bílafjölskylduna, Toyota, GM og Daimler. Á síðasta ári hætti Suzuki að selja bíla í Bandaríkjunum þar sem mikið tap var hjá söluaðilum Suzuki, en fyrirtækið hafði orðið afar litla markaðshlutdeild þar vestra. Gengi Mitsubishi það sem af er ári í Bandaríkjunum er slæmt og lýsandi fyrir það er 15,5% minni sala í apríl en í fyrra þrátt fyrir stóraukna heildarsölu bíla. Sala Volvo á fyrsta ársfjórðungi minnkaði um 7,6% og um 10% í mars einum. Eini bíllinn sem Volvo selur þokkalega er 60-línan. Wall Street Journal spáir einnig erfiðleikum hjá ýmsum útgefendum bílablaða og á von á því að blöð eins og Road & Track og Car and Driver gefi upp öndina innan 18 mánaða.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent