Eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag orðinn 87 ára gamall 28. maí 2013 07:23 Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira