Metsölubíll verður ennþá betri Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2013 08:45 Reynsluakstur – Skoda Octavia Skoda Octavia er einn vinsælasti bíll hér á landi á undanförnum árum. Hann var næst söluhæsti einstaki bíllinn í fyrra og sá söluhæsti árið 2011. Það er ekki að ósekju, því kaupendur hans hafa fengið mikið fyrir peninginn við kaup á Octavia. Ekki hefur það versnað með nýrri kynslóð bílsins og þrátt fyrir fyrri gæði bílsins hefur hann tekið stórt stökk fram á við hvað margt varðar. Hann gulltryggir sér titilinn rúmbesti bíllinn í sínum flokki og stækkar umtalsvert. Þrátt fyrir það er hann 102 kílóum léttari en forverinn, þökk sé helst nýjum undirvagni sem notaður er einnig í nýja Golfinn sem og tugi annarra bíla í Volkswagen fjölskyldunni. Skoda Octavia nýtur einmitt mjög góðs af því að vera í þeirri fjölskyldu því margt af því sem sést í bílnum er frá dýrari Volkswagen bílum og jafnvel Audi. Engu að síður er Octavia áfram mjög ódýr bíll en fyllilega sambærilegur í gæðum og Volkswagn bílar. Í því liggur galdur Skoda. Skilvirk nett dísilvél Skoda Octavia var bæði reynsluekið í Portúgal og á Íslandi. Sá gerð Octavia sem vinsælastur er á flestum mörkuðum og langvinsælastur hérlendis er með 1,6 lítra dísilvélinni og 105 hestöfl. Þetta er mögnuð vél sem virkar miklu öflugri en hestaflatalan gefur til kynna, en hún togar heil ósköp og fyrir vikið skortir bílinn sjaldan afl. Það er aðeins í fyrsta gír sem finnst fyrir aflleysi en svo virðist, eins og með marga aðra bíla, að tog vélarinnar sé takmarkað frá framleiðanda til að vernda drifrásina. Í öðrum gírum finnst ekki fyrir þessu. Með þessari vél er Octavia mjög ódýr bíll, hvað þá 5 gíra beinskiptingunni á 3.920.000 krónur en borga þarf 400.000 meira fyrir sjálfskiptinguna. Octavia má fá með fjórum öðrum gerðum véla, 1,2 lítra, 1,4 lítra og 1,8 lítra bensínvélum, 105, 140 og 180 hestafla. Beinskiptur bíll með minnstu bensínvélinni er þeirra ódarastur á 3.670.000 krónur. Fyrir utan 1,6 l. dísilvélina má fá 2,0 l. vél sem skilar 150 hestöflum og bæði með henni og sterkustu bensínvélinni er Octavia orðinn að hálfgerðum spyrnubíl. Reynslan við akstur bílsins með stærstu bensínvélinni var ótrúleg skemmtun og þvílíkt afl. Sú vél er reyndar ekki á verðlistanum frá Heklu, en hann má sérpanta. Hrikalega góður akstursbíll Akstur Skoda Octavia er einkar ánægjuleg og fyllilega sambærileg bíls ársins í heiminum, þ.e. Volkswagen Golf. Hann er hreinlega með allra bestu akstursbílum og enga hnökra má finna, nákvæmt stýri, hann hallar sér vart í beygjum, leggja má gríðarmikið á hann, nákvæmni í stýri, frábær fjöðrun, lítil undirstýring og svo mætti lengi telja. Forverinn var góður en þessi er bara enn betri og á það einhvern hluta skýringarinnar hversu mikið bíllinn hefur lést. Eitt vekur fljótt furðu, en það er hversu hljóðlátur bíllinn er og minnir um margt á rándýra lúxusbíla. Í reynsluakstri í höfuðborginni var bíllinn með 6,8 lítra í frísklegum akstri , sem er nokkuð langt frá uppgefinni eyðslu, en það er ekki svo snúið að lækka hana verulega en erfitt gæti reynst að nálgast uppgefna 3,8 lítra eyðslu. Mikið fyrir peninginn Að utan er Octavia við fyrstu sín ekki mikið breyttur. Þegar rýnt er betur sést hversu vel Skoda hefur tekist við að fegra bílinn, línur eru allar orðnar skarpari og hvassari og það gefur bílnum karakter og fríðleika. Innanrýmið er sér kapituli. Lenging bílsins upp 9 cm hefur gert rúmgóðan bíl að bíl sem á sér helst hliðstæðu í stærri lúxusbílum. Það er hreinlega fyndið að setjast í aftursætið og sjá hversu langt er í framsætið. Skottið í bílnum er svo stórt að það á sér enga hliðstæðu í þessum flokki bíla. Þannig verður Octavia að fínum ferðabíl með sitt 590 lítra skottrými. Frágangur innréttingarinnar er til fyrirmyndar og alveg sambærilegur við frábæra innréttingu frænda hans, Golf. Allt er hrikalega vel smíðað og efnisvalið fínt. Engir stælar eru á innréttingu eða mælaborði, bara allt til alls og á réttum stað. Flottur aðgerðaskjár er fyrir miðju, en líka greinargóð aksturstalva bakvið stýrið. Skoda leggur mikið uppúr allskonar sniðugum lausnum og smáatriðum. Armpúðinn er með sniðugustu og skilvirkustu hækkun sem greinarritari hefur séð, kæling í hanskahólfi, rusladallur með poka í farþegahurð, sniðugar hyrslur með miklu notkunargildi og rúðuskafa í bensínloki eru bara örfá dæmi um sniðugheitin. Ekki versnar það hvað skottið varðar, snúa má þar mottunni sem er tvöföld með gúmmíi öðru megin en teppi hinumegin, allt eftir þörfum. Festingar fyrir hverskonar farangur er sá flottasti sem sést hefur og engin takmörk eru fyrir því hvað tékkneskir verkfræðingar Skoda reyna að einfalda fyrir mann lífið. Allt þetta fær kaupandi Octavia fyrir lítið. Því er Skoda Octavia, nú sem áður, frábær kaup og ekki kæmi á óvart að hann seldist allra bíla best á þessu ári á Íslandi. Kostir: Góðir akstureiginleikar, mikill staðalbúnaður, gott verð Ókostir: Aflskortur í fyrsta gír, talsvert frá uppgefinni eyðslu 1,6 bensínvél, 105 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 188 km/klst Verð: 3.920.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent
Reynsluakstur – Skoda Octavia Skoda Octavia er einn vinsælasti bíll hér á landi á undanförnum árum. Hann var næst söluhæsti einstaki bíllinn í fyrra og sá söluhæsti árið 2011. Það er ekki að ósekju, því kaupendur hans hafa fengið mikið fyrir peninginn við kaup á Octavia. Ekki hefur það versnað með nýrri kynslóð bílsins og þrátt fyrir fyrri gæði bílsins hefur hann tekið stórt stökk fram á við hvað margt varðar. Hann gulltryggir sér titilinn rúmbesti bíllinn í sínum flokki og stækkar umtalsvert. Þrátt fyrir það er hann 102 kílóum léttari en forverinn, þökk sé helst nýjum undirvagni sem notaður er einnig í nýja Golfinn sem og tugi annarra bíla í Volkswagen fjölskyldunni. Skoda Octavia nýtur einmitt mjög góðs af því að vera í þeirri fjölskyldu því margt af því sem sést í bílnum er frá dýrari Volkswagen bílum og jafnvel Audi. Engu að síður er Octavia áfram mjög ódýr bíll en fyllilega sambærilegur í gæðum og Volkswagn bílar. Í því liggur galdur Skoda. Skilvirk nett dísilvél Skoda Octavia var bæði reynsluekið í Portúgal og á Íslandi. Sá gerð Octavia sem vinsælastur er á flestum mörkuðum og langvinsælastur hérlendis er með 1,6 lítra dísilvélinni og 105 hestöfl. Þetta er mögnuð vél sem virkar miklu öflugri en hestaflatalan gefur til kynna, en hún togar heil ósköp og fyrir vikið skortir bílinn sjaldan afl. Það er aðeins í fyrsta gír sem finnst fyrir aflleysi en svo virðist, eins og með marga aðra bíla, að tog vélarinnar sé takmarkað frá framleiðanda til að vernda drifrásina. Í öðrum gírum finnst ekki fyrir þessu. Með þessari vél er Octavia mjög ódýr bíll, hvað þá 5 gíra beinskiptingunni á 3.920.000 krónur en borga þarf 400.000 meira fyrir sjálfskiptinguna. Octavia má fá með fjórum öðrum gerðum véla, 1,2 lítra, 1,4 lítra og 1,8 lítra bensínvélum, 105, 140 og 180 hestafla. Beinskiptur bíll með minnstu bensínvélinni er þeirra ódarastur á 3.670.000 krónur. Fyrir utan 1,6 l. dísilvélina má fá 2,0 l. vél sem skilar 150 hestöflum og bæði með henni og sterkustu bensínvélinni er Octavia orðinn að hálfgerðum spyrnubíl. Reynslan við akstur bílsins með stærstu bensínvélinni var ótrúleg skemmtun og þvílíkt afl. Sú vél er reyndar ekki á verðlistanum frá Heklu, en hann má sérpanta. Hrikalega góður akstursbíll Akstur Skoda Octavia er einkar ánægjuleg og fyllilega sambærileg bíls ársins í heiminum, þ.e. Volkswagen Golf. Hann er hreinlega með allra bestu akstursbílum og enga hnökra má finna, nákvæmt stýri, hann hallar sér vart í beygjum, leggja má gríðarmikið á hann, nákvæmni í stýri, frábær fjöðrun, lítil undirstýring og svo mætti lengi telja. Forverinn var góður en þessi er bara enn betri og á það einhvern hluta skýringarinnar hversu mikið bíllinn hefur lést. Eitt vekur fljótt furðu, en það er hversu hljóðlátur bíllinn er og minnir um margt á rándýra lúxusbíla. Í reynsluakstri í höfuðborginni var bíllinn með 6,8 lítra í frísklegum akstri , sem er nokkuð langt frá uppgefinni eyðslu, en það er ekki svo snúið að lækka hana verulega en erfitt gæti reynst að nálgast uppgefna 3,8 lítra eyðslu. Mikið fyrir peninginn Að utan er Octavia við fyrstu sín ekki mikið breyttur. Þegar rýnt er betur sést hversu vel Skoda hefur tekist við að fegra bílinn, línur eru allar orðnar skarpari og hvassari og það gefur bílnum karakter og fríðleika. Innanrýmið er sér kapituli. Lenging bílsins upp 9 cm hefur gert rúmgóðan bíl að bíl sem á sér helst hliðstæðu í stærri lúxusbílum. Það er hreinlega fyndið að setjast í aftursætið og sjá hversu langt er í framsætið. Skottið í bílnum er svo stórt að það á sér enga hliðstæðu í þessum flokki bíla. Þannig verður Octavia að fínum ferðabíl með sitt 590 lítra skottrými. Frágangur innréttingarinnar er til fyrirmyndar og alveg sambærilegur við frábæra innréttingu frænda hans, Golf. Allt er hrikalega vel smíðað og efnisvalið fínt. Engir stælar eru á innréttingu eða mælaborði, bara allt til alls og á réttum stað. Flottur aðgerðaskjár er fyrir miðju, en líka greinargóð aksturstalva bakvið stýrið. Skoda leggur mikið uppúr allskonar sniðugum lausnum og smáatriðum. Armpúðinn er með sniðugustu og skilvirkustu hækkun sem greinarritari hefur séð, kæling í hanskahólfi, rusladallur með poka í farþegahurð, sniðugar hyrslur með miklu notkunargildi og rúðuskafa í bensínloki eru bara örfá dæmi um sniðugheitin. Ekki versnar það hvað skottið varðar, snúa má þar mottunni sem er tvöföld með gúmmíi öðru megin en teppi hinumegin, allt eftir þörfum. Festingar fyrir hverskonar farangur er sá flottasti sem sést hefur og engin takmörk eru fyrir því hvað tékkneskir verkfræðingar Skoda reyna að einfalda fyrir mann lífið. Allt þetta fær kaupandi Octavia fyrir lítið. Því er Skoda Octavia, nú sem áður, frábær kaup og ekki kæmi á óvart að hann seldist allra bíla best á þessu ári á Íslandi. Kostir: Góðir akstureiginleikar, mikill staðalbúnaður, gott verð Ókostir: Aflskortur í fyrsta gír, talsvert frá uppgefinni eyðslu 1,6 bensínvél, 105 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 99 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 188 km/klst Verð: 3.920.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent