Telja rússnesku vetrarólympíuleikana risavaxna svikamyllu 4. júní 2013 09:28 Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna. Leiðtogarnir sem hér um ræðir, Boris Nemtsov og Leonid Martynyuk, segja einnig að þessir ólympíuleikar verði þeir dýrustu í sögunni og muni kosta yfir 50 milljarða dollara. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar segir að fyrrgreindir leiðtogar hafi sent frá sér skýrslu um málið. Þar komi m.a. fram að skortur á samkeppni og leynd hafi hleypt kostnaðinum við byggingu ólympíuþorpsins upp úr þakinu og að það hafi aðeins komið nánum viðskiptafélögum Vladimir Putins Rússlandsforseta til góða. Rússneskir embættismenn hafa hafnað þeim ásökunum sem koma fram í skýrslunni og segja hana ranga. Nemtsov segir hinsvegar í samtali við Reuters að hann ætli að fara fram á opinbera rannsókn á málinu. Hann segist einnig undrandi á þeirri ákvörðun að halda vetrarólympíuleikana í nánast hitabeltisloftslagi í borg við Svarta hafið. Mark Adams talsmaður Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar segir að svo virðist sem rússnesk yfirvöld taki alvarlega allar ásakanir um spillingu í kringum leikana í Sochi. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tveir af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segja að undirbúningur og bygging mannvirkja fyrir vetrarólympíuleikana í Sochi sé risavaxin svikamylla. Þegar hafi allt að 30 milljörðum dollara, eða um 3.600 milljörðum kr., verið stolið í tengslum við undirbúning leikanna. Leiðtogarnir sem hér um ræðir, Boris Nemtsov og Leonid Martynyuk, segja einnig að þessir ólympíuleikar verði þeir dýrustu í sögunni og muni kosta yfir 50 milljarða dollara. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar segir að fyrrgreindir leiðtogar hafi sent frá sér skýrslu um málið. Þar komi m.a. fram að skortur á samkeppni og leynd hafi hleypt kostnaðinum við byggingu ólympíuþorpsins upp úr þakinu og að það hafi aðeins komið nánum viðskiptafélögum Vladimir Putins Rússlandsforseta til góða. Rússneskir embættismenn hafa hafnað þeim ásökunum sem koma fram í skýrslunni og segja hana ranga. Nemtsov segir hinsvegar í samtali við Reuters að hann ætli að fara fram á opinbera rannsókn á málinu. Hann segist einnig undrandi á þeirri ákvörðun að halda vetrarólympíuleikana í nánast hitabeltisloftslagi í borg við Svarta hafið. Mark Adams talsmaður Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar segir að svo virðist sem rússnesk yfirvöld taki alvarlega allar ásakanir um spillingu í kringum leikana í Sochi.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira