Fækkun kaupmála kemur við kaunin á dönskum konum 3. júní 2013 09:41 Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“ Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira