Ríkasta fólk heimsins verður enn ríkara 3. júní 2013 08:05 Bill Gates stofnandi Microsoft er aftur kominn á toppinn sem ríkasti maður heimsins. Í nýrri skýrslu sem unnin var af Boston Consulting Group um auðæfi heimsins kemur fram að ríkasta fólkið í heiminum er orðið enn ríkara en áður. Eitt prósent af íbúum jarðarinnar ræður nú yfir 39% af auðæfum heimsins. Í skýrslunni kemur fram að í heildina nema auðæfi íbúa heimsins um 135 billjónum dollara og jukust þau um 7,8% í fyrra miðað við árið á undan. Af þessari upphæð eru rúmlega 52 billjónir dollara í eigu ríkasta eins prósents jarðarbúa. Fjöldi milljónamæringa, mælt í dollurum, jókst um 10% á síðasta ári og þar með eru 13,8 milljónir manna sem eru milljónamæringar. Í skýrslunni kemur einnig fram að almennt munu auðæfi heimsins vaxa um 4,8% á ári næstu fimm árin. Hvað milljónamæringana varðar munu auðæfi þeirra aukast tvöfalt á við fyrrgreint prósentuhlutfall. Þeir sem eiga yfir 100 milljónir dollara eiga í vændum að þeirra auðæfi vaxi um 9,2% á fyrrgreindu tímabili. Þeir sem teljast til 100 milljóna dollara klúbbsins eiga samanlagt 5,5% af auðæfum heimsins. Þetta hlutfall fer í 6,8% árið 2017. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í nýrri skýrslu sem unnin var af Boston Consulting Group um auðæfi heimsins kemur fram að ríkasta fólkið í heiminum er orðið enn ríkara en áður. Eitt prósent af íbúum jarðarinnar ræður nú yfir 39% af auðæfum heimsins. Í skýrslunni kemur fram að í heildina nema auðæfi íbúa heimsins um 135 billjónum dollara og jukust þau um 7,8% í fyrra miðað við árið á undan. Af þessari upphæð eru rúmlega 52 billjónir dollara í eigu ríkasta eins prósents jarðarbúa. Fjöldi milljónamæringa, mælt í dollurum, jókst um 10% á síðasta ári og þar með eru 13,8 milljónir manna sem eru milljónamæringar. Í skýrslunni kemur einnig fram að almennt munu auðæfi heimsins vaxa um 4,8% á ári næstu fimm árin. Hvað milljónamæringana varðar munu auðæfi þeirra aukast tvöfalt á við fyrrgreint prósentuhlutfall. Þeir sem eiga yfir 100 milljónir dollara eiga í vændum að þeirra auðæfi vaxi um 9,2% á fyrrgreindu tímabili. Þeir sem teljast til 100 milljóna dollara klúbbsins eiga samanlagt 5,5% af auðæfum heimsins. Þetta hlutfall fer í 6,8% árið 2017.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira