Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður 10. júní 2013 09:33 Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Kauphallarvélmennin sem hér um ræðir geta framkvæmt milljónir viðskipta á hverri mínútu. Þau voru forrituð til að nýta sér strax hinar nýju tölur og á þessum 15 millisekúndum sem liðu áður en ISM vísitalan fór opinberlega í loftið náðu þau að velta 28 milljónum dollara eða um 3,4 milljörðum kr. á þessum skamma tíma. Í frétt um málið hjá CNBC segir að hinar nýju tölur hafi sýnt neikvæða þróun og því samsvarandi áhrif á markaðinn sem sást nokkrum sekúndum eftir að þær urðu opinberar. Því höfðu eigendur viðkomandi kauphallarvélmenna ákveðið forskot á markaðinn á þessu sekúndubroti. Til að sýna hve 15 millisekúndur líða hratt má nefna til samanburðar að það tekur á bilinu 300 til 400 millisekúndur að blikka auga. Reuters er með samkomulag við útgefendur ISM vísitölunnar um birtingu hennar. Fram kemur í frétt CNBC að bæði fréttaþjónustan og útgefendurnar líti á þetta klúður sem minniháttar. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Kauphallarvélmennin sem hér um ræðir geta framkvæmt milljónir viðskipta á hverri mínútu. Þau voru forrituð til að nýta sér strax hinar nýju tölur og á þessum 15 millisekúndum sem liðu áður en ISM vísitalan fór opinberlega í loftið náðu þau að velta 28 milljónum dollara eða um 3,4 milljörðum kr. á þessum skamma tíma. Í frétt um málið hjá CNBC segir að hinar nýju tölur hafi sýnt neikvæða þróun og því samsvarandi áhrif á markaðinn sem sást nokkrum sekúndum eftir að þær urðu opinberar. Því höfðu eigendur viðkomandi kauphallarvélmenna ákveðið forskot á markaðinn á þessu sekúndubroti. Til að sýna hve 15 millisekúndur líða hratt má nefna til samanburðar að það tekur á bilinu 300 til 400 millisekúndur að blikka auga. Reuters er með samkomulag við útgefendur ISM vísitölunnar um birtingu hennar. Fram kemur í frétt CNBC að bæði fréttaþjónustan og útgefendurnar líti á þetta klúður sem minniháttar.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira