Hagnaður Iceland um 37 milljarðar á síðasta rekstrarári 10. júní 2013 06:57 Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Fjallað er um uppgjörið í Financial Times. Þar segir að sala keðjunnar hafi aukist um 1,1% milli ára og nam vel rúmlega 2,6 milljörðum punda eða um 490 milljörðum kr. Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að keðjan hafi skilað betri útkomu en menn áttu von á. Þar á hann við að salan minnkaði á fyrri árshelmingi ársins en náði sér síðan á strik á þeim seinni. Hrossakjötshneykslið síðasta vetur kom ekki alveg eins illa við Iceland og margar aðrar verslunarkeðjur í Bretlandi sem selja matvæli. Fram kemur að Iceland opnaði tæplega 40 nýjar verslanir á árinu en áætlað var að opna 15. Walker segist stefna á að opna einnig 40 nýjar verslanir á yfirstandandi rekstrarári. Þá er Iceland komið á netið með 25 af verslunum sínum þar sem boðið er upp á heimsendingar. Slíkum verslunum á að fjölga. Þetta var fyrsta heila rekstrarárið frá því að Malcolm Walker og stjórnendateymi hans keyptu 77% hlut í Iceland af slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir 1,5 milljarða punda. Uppgjörið bendir til að þeir hafi gert mjög góð kaup. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verslunarkeðjan Iceland skilaði góðu uppgjöri á síðasta rekstrarári sem lauk í lok mars s.l. Um 196 milljóna punda, eða 37 milljarða kr. hagnaður varð á rekstrinum fyrir skatta. Fjallað er um uppgjörið í Financial Times. Þar segir að sala keðjunnar hafi aukist um 1,1% milli ára og nam vel rúmlega 2,6 milljörðum punda eða um 490 milljörðum kr. Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að keðjan hafi skilað betri útkomu en menn áttu von á. Þar á hann við að salan minnkaði á fyrri árshelmingi ársins en náði sér síðan á strik á þeim seinni. Hrossakjötshneykslið síðasta vetur kom ekki alveg eins illa við Iceland og margar aðrar verslunarkeðjur í Bretlandi sem selja matvæli. Fram kemur að Iceland opnaði tæplega 40 nýjar verslanir á árinu en áætlað var að opna 15. Walker segist stefna á að opna einnig 40 nýjar verslanir á yfirstandandi rekstrarári. Þá er Iceland komið á netið með 25 af verslunum sínum þar sem boðið er upp á heimsendingar. Slíkum verslunum á að fjölga. Þetta var fyrsta heila rekstrarárið frá því að Malcolm Walker og stjórnendateymi hans keyptu 77% hlut í Iceland af slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir 1,5 milljarða punda. Uppgjörið bendir til að þeir hafi gert mjög góð kaup.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira