LAN-skattur kynntur til sögunnar í Svíþjóð Jóhannes Stefánsson skrifar 27. júní 2013 10:56 Sænskir tölvuleikjaunnendur munu nú þurfa að sæta skattlagningu á LAN-mótum. AFP Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira