Framtíðin í gipsum kynnt til sögunnar Jóhannes Stefánsson skrifar 5. júlí 2013 22:55 Evill vonast til að gipsið leysi helstu vandamál þess sem fyrir er. JAKE EVILL/WIRED Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ný og byltingarkennd tækni við þrívíddarprentun hefur nú orðið til þess að hægt er að prenta gips utan um útlimi fólks sem er með brotin bein. Hefðbundin gips eru oft þung og óþægileg og eiga það til að verða skítug og lykta illa. Þetta kann brátt að heyra sögunni til, því ný tegund gipsa er þeim kostum gætt að vera allt í senn létt og meðfærilegt auk þess að vera úr plasti og koltrefjum, sem hrinda frá sér óhreinindum. Uppfinningamaðurinn Jake Evill við Victoria háskólann í Wellington á Nýja sjálandi fékk hugmyndina að „prentaða" gipsinu þegar hann handleggsbrotnaði sjálfur. „Ég var mjög hissa þegar ég fann á eigin skinni hversu ómeðfærilegt hefðbundna gipsið var," sagði Evill í samtali við Wired. „Að vefja hendina inn í tvö kíló af klunnalegu, og bráðum skítugu og kláðavaldandi gipsi virkaði einhvernveginn fornfálegt á mig." Hann hefur nú gefið út frumgerðina sem kallast Cortex, en hún er enn í prófun þar sem Evill reynir að komast að því hvaða efni hentar best til verksins. Hefðbundið handleggsgips af Cortex gerð er um þriggja millimetra þykkt og minna en 500 grömm. Þá má fara með slíkt gips undir vatn og því getur hinn slasaði farið í sturtu með útliminn, ólíkt því sem gildir um hið hefðbundna gips. Þetta kemur fram á vef Wired.com
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira