Orrustan um snjallúrið að hefjast Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júlí 2013 12:45 Á síðustu vikum hefur Apple ráðið til síns fjölmarga verkfræðinga og vísindamenn sem einvörðungu munu vinna að þróun iWatch snjallúrsins. Þessa dagana er snjallúrið mál málanna hjá helstu tæknifyrirtækjum veraldar. Þau eru mörg komin langt á leið í þróunarvinnu og bandaríski tæknirisinn Apple er þar enginn eftirbátur. Á síðustu vikum hefur Apple ráðið til sín fjölmarga verkfræðinga og vísindamenn sem einvörðungu munu vinna að þróun iWatch snjallúrsins. Stjórnendur Apple hafa lítið viljað tjá sig um tækið en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um iWatch síðustu misseri. Líklegt þykir að úrið verði tengt iPhone snjallsímanum í gegnum Bluetooth tækni og munu notendur geta hlustað á tónlist í gegnum úrið, ásamt því að taka við og senda smáskilaboð.Hugmynd Samsung frá árinu 2009MYND/SAMSUNGFregnir herma að Samsung og Dell séu að þróa eigin útgáfur af snjallúrum. Google hefur einnig lýst yfir áhuga á tækninni en fyrirtækið hefur á síðustu misserum einblínt á þróun Google Glass, snjallgleraugna sem væntanleg eru á markað í haust. Þrátt fyrir afgerandi markaðshlutdeild á snjallsímamarkaðinum hefur Apple átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði. Ástæðan fyrir þessu er í senn harðari samkeppni frá fyrirtækum á borð við Samsung sem og útþynning markaðarins, enda hefur hágæða snjallsímum fjölgað verulega á síðustu árum. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þessa dagana er snjallúrið mál málanna hjá helstu tæknifyrirtækjum veraldar. Þau eru mörg komin langt á leið í þróunarvinnu og bandaríski tæknirisinn Apple er þar enginn eftirbátur. Á síðustu vikum hefur Apple ráðið til sín fjölmarga verkfræðinga og vísindamenn sem einvörðungu munu vinna að þróun iWatch snjallúrsins. Stjórnendur Apple hafa lítið viljað tjá sig um tækið en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um iWatch síðustu misseri. Líklegt þykir að úrið verði tengt iPhone snjallsímanum í gegnum Bluetooth tækni og munu notendur geta hlustað á tónlist í gegnum úrið, ásamt því að taka við og senda smáskilaboð.Hugmynd Samsung frá árinu 2009MYND/SAMSUNGFregnir herma að Samsung og Dell séu að þróa eigin útgáfur af snjallúrum. Google hefur einnig lýst yfir áhuga á tækninni en fyrirtækið hefur á síðustu misserum einblínt á þróun Google Glass, snjallgleraugna sem væntanleg eru á markað í haust. Þrátt fyrir afgerandi markaðshlutdeild á snjallsímamarkaðinum hefur Apple átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði. Ástæðan fyrir þessu er í senn harðari samkeppni frá fyrirtækum á borð við Samsung sem og útþynning markaðarins, enda hefur hágæða snjallsímum fjölgað verulega á síðustu árum.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira