Lánstraust með starfsemi í Súdan og Afganistan Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júlí 2013 15:23 Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira