Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. desember 2025 11:02 Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri reksturs, Sunna Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs, Rafn Magnús Jónsson, yfirverkefnisstjóri, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Arnar Valdimarsson Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. Stækkunin eykur framleiðslugetu á raforku í Svartsengi um allt að þriðjung en framleiðslugetan er nú um 63 megavött. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, afhjúpuðu skjöld af þessu tilefni í athöfn sem haldin var í tilefni af gangsetningunni í gær. Í tilkynningu frá HS Orku kemur fram að fyrsta skóflustungan að verkinu hafi verið tekin í árslok 2022. Eftir það hafi allar verk- og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir stöðugar áskoranir náttúruaflanna á Reykjanesi á verktíma. Orkuver sjö leysir af hólmi tvö af eldri orkuverum HS Orku í Svartsengi, auk þess sem framkvæmdin felur í sér umtalsverðar endurbætur á ýmsum búnaði er tengist heitavatnsframleiðslu fyrirtækisins samkvæmt tilkynningu. „Í ljósi náttúruhamfaranna sem gengið hafa yfir Reykjanes á framkvæmdatímanum er það einstakt afrek að byggja þessa nýjustu virkjun Íslands þannig að allar áætlanir hafi staðist. Allir sem að verkefninu hafa komið eiga mikið hrós skilið, jafnt verktakar og ráðgjafar sem starfsfólk HS Orku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, í tilkynningunni. Eldgos og gasmengun Þar er rifjað upp að á framkvæmdatímum settu níu eldgos sitt mark á verkefnið auk þess sem gasmengun hefur oft sett strik í reikninginn. Þá var vinnusvæðinu lokað í um fjóra mánuði frá nóvember 2023 til mars 2024. Þrátt fyrir þessar áskoranir hafi tekist, með samhentu átaki og útsjónarsemi allra sem að verkinu komu, að ljúka því samkvæmt upprunalegri tímaáætlun. „Gott samstarf og samráð við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila á tímabilinu skiptu einnig sköpum,“ segir í tilkynningu. Alls voru aðalverktakar í verkefninu þrír talsins: Ístak sá um byggingaframkvæmdir auk öryggis- og samræmingarmála á verkstað, Rafal sá um uppsetningu á rafbúnaði og HD um uppsetningu vélbúnaðar. Orkuverið í Svartsengi í nóvember á þessu ári. HS Orka Fjöldi annarra verktaka og undirverktaka komu að verkinu; hönnun virkjunarinnar var í höndum Verkís og Arkitektastofunnar OG, verkfræðistofan Strendingur hélt um bygginga- og verkefnisstjórn mannvirkja, Lota fór með forritun á stjórnkerfi og Ellert Skúlason ehf. sá um jarðvinnu. Vélarsamstæðan, hverfill og rafall koma frá Fuji í Japan en starfsmenn á þeirra vegum hafa dvalist hér á landi allt þetta ár við uppsetningu og undirbúning gangsetningarinnar. 120 starfsmenn og verktakar Þegar mest var unnu allt að 120 starfsmenn HS Orku og verktaka að verkinu á degi hverjum og því var að mörgu að hyggja þegar rýma þurfti svæðið vegna eldsumbrota og gasmengunar. Í tilkynningu segir enn fremur að mat Skipulagsstofnunar hafi verið að stækkunarframkvæmdin þyrfti ekki að undirgangast fullt mat á umhverfisáhrifum og sótti HS Orka um nýtt nýtingar- og virkjunarleyfi árið 2022 fyrir allt að 85MW framleiðslu á grundvelli þess. Uppsett heildarvélarafl Svartsengis getur því rúmað frekari stækkun svo fremi sem sjálfbærni jarðhitaauðlindarinnar er tryggð. Orkuverið í Svartsengi er fyrsta blandaða jarðvarmavirkjunin á Íslandi en þar er framleidd raforka og heitt vatn. Virkjunin var reist undir merkjum Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku. Jarðvarmavinnsla hófst árið 1976 og var orkuverið síðar byggt upp í sex áföngum á ríflega þremur áratugum. Nú hefur sjöundi áfanginn verið tekinn í notkun. „Í dag er Svartsengi lykilinnviður á Reykjanesi og ómissandi hluti af daglegu lífi samfélagsins. Heitt vatn og raforka streymir inn á heimili, skóla og vinnustaði og eru grunnur að öruggri og sjálfbærri þjónustu svæðisins, að lífsgæðum og verðmætasköpun sem byggjast á endurnýjanlegri orku. Þessi sjöundi áfangi orkuversins, sem við fögnum hér í dag, skiptir máli. Þessi framkvæmd mun auka afkastagetu orkuversins umtalsvert, bæta nýtingu auðlindarinnar, endurnýja eldri einingar og efla heitavatnsframleiðslu fyrir samfélagið á Reykjanesi, sem er í örum vexti,“ sagði Jóhann Páll í ávarpi sínu og að þetta væri fjárfesting í framtíð svæðisins, í orkuöryggi og áframhaldandi verðmætasköpun. JóhanniPáll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, við afhjúpuninaArnar Valdimarsson Hann hrósaði starfsfólki HS Orku fyrir þrautseigju sína og staðfestu á tímum eldhræringa og óvissu. „Þið hafið staðið vaktina nótt sem dag og gert allt sem í ykkar valdi stendur til að heitt vatn og rafmagn haldist á svæðinu – jafnvel við erfiðustu aðstæður. Og þrátt fyrir allar þessar áskoranir þá hefur stækkun orkuversins gengið samkvæmt áætlun, sem segir sitt um vinnubrögð og festu ykkar sem að verkinu standið,“ sagði ráðherra. Sögulegt afrek að opna á réttum tíma Tómas Már tók í sömu strengi í ávarpi sínu og sagði það sögulegt að tíma- og verkáætlun uppbyggingar orkuversins hefði staðist þrátt fyrir margar áskoranir. „Við stöndum í hjarta HS Orku og hér voru skrifstofurnar okkar þar til fyrir tveimur árum. Ég stend nokkurn veginn þar sem skrifborðið mitt var og þar sem þið standið hér í salnum voru yfir 20 skrifborð starfsfólks. Fjármáladeildin okkar var svo í hinum enda hússins en reksturinn, ásamt UT og auðlindastýringunni, var með sínar starfsstöðvar í orkuverinu hér við hliðina. Svo breyttist allt 3. nóvember 2023. Það var föstudagsmorgunn og við vorum öll hér á mánaðarlegum starfsmannafundi. Hér hristist allt og skalf svo hressilega að við nánast hlupum út. Það hrundi úr loftum og útveggir gáfu sig. Viku síðar varð svo stóri atburðurinn þegar Grindavík hreinlega rifnaði í tvennt og Svartsengi fluttist í heilu lagi um tæpa tvo metra til norðurs og vesturs. Til að byrja með gátum við flest sem vinnum á skrifstofunni farið annað og fundið okkur tímabundið athvarf til að vinna, vorum í ágætis æfingu eftir Covid. En mannskapurinn í rekstri varð að vera hér í gegnum allan þennan hristing til að tryggja afhendingu á þeim gæðum sem okkur ber að afhenda – sem er heitt og kalt vatn og rafmagn,“ sagði Tómas Þór. Unnið hafi verið að því í kjölfarið að tryggja að hægt væri að fjarstýra þjónustunni í Svartsengi en það sé gott núna að vera komin aftur „heim“. „Við stefnum að því að flytja aftur í einhverri mynd á næstu misserum og það er gott að sjá þetta glæsilega húsnæði í notkun á ný.“ Tómas Þór fór svo yfir framkvæmdina, orkuverið sjálft og alla sem komu að uppbyggingunni. Hann sagði það líka hafa skipt höfuðmáli að hafa verið í góðu samstarfi við almannavarnir og aðra viðbragðaðila. „Í raun er það aðlögunarhæfni og útsjónarsemi allra þessara góðu aðila, verktakanna og okkar eigin fólks að þakka að við stöndum hér í dag. Öllum þessum vil ég þakka af heilum hug. Ég vil að endingu nefna að ég tel að sú framkvæmd að byggja varnargarða og verja heitavatnsframleiðsluna í Svartsengi og þar með öll mannvirki í Reykjanesbæ og víðar - jafnt byggð og atvinnustarfsemi sem flugvöllinn og varnarsvæðið - hafi verið hárrétt ákvörðun. Allt annað hefði orðið margfalt dýrara fyrir samfélagið allt og miklu erfiðara í framkvæmd,“ sagði Tómas Þór. Eldgos og jarðhræringar Orkumál Grindavík Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Stækkunin eykur framleiðslugetu á raforku í Svartsengi um allt að þriðjung en framleiðslugetan er nú um 63 megavött. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, afhjúpuðu skjöld af þessu tilefni í athöfn sem haldin var í tilefni af gangsetningunni í gær. Í tilkynningu frá HS Orku kemur fram að fyrsta skóflustungan að verkinu hafi verið tekin í árslok 2022. Eftir það hafi allar verk- og tímaáætlanir staðist þrátt fyrir stöðugar áskoranir náttúruaflanna á Reykjanesi á verktíma. Orkuver sjö leysir af hólmi tvö af eldri orkuverum HS Orku í Svartsengi, auk þess sem framkvæmdin felur í sér umtalsverðar endurbætur á ýmsum búnaði er tengist heitavatnsframleiðslu fyrirtækisins samkvæmt tilkynningu. „Í ljósi náttúruhamfaranna sem gengið hafa yfir Reykjanes á framkvæmdatímanum er það einstakt afrek að byggja þessa nýjustu virkjun Íslands þannig að allar áætlanir hafi staðist. Allir sem að verkefninu hafa komið eiga mikið hrós skilið, jafnt verktakar og ráðgjafar sem starfsfólk HS Orku,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, í tilkynningunni. Eldgos og gasmengun Þar er rifjað upp að á framkvæmdatímum settu níu eldgos sitt mark á verkefnið auk þess sem gasmengun hefur oft sett strik í reikninginn. Þá var vinnusvæðinu lokað í um fjóra mánuði frá nóvember 2023 til mars 2024. Þrátt fyrir þessar áskoranir hafi tekist, með samhentu átaki og útsjónarsemi allra sem að verkinu komu, að ljúka því samkvæmt upprunalegri tímaáætlun. „Gott samstarf og samráð við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila á tímabilinu skiptu einnig sköpum,“ segir í tilkynningu. Alls voru aðalverktakar í verkefninu þrír talsins: Ístak sá um byggingaframkvæmdir auk öryggis- og samræmingarmála á verkstað, Rafal sá um uppsetningu á rafbúnaði og HD um uppsetningu vélbúnaðar. Orkuverið í Svartsengi í nóvember á þessu ári. HS Orka Fjöldi annarra verktaka og undirverktaka komu að verkinu; hönnun virkjunarinnar var í höndum Verkís og Arkitektastofunnar OG, verkfræðistofan Strendingur hélt um bygginga- og verkefnisstjórn mannvirkja, Lota fór með forritun á stjórnkerfi og Ellert Skúlason ehf. sá um jarðvinnu. Vélarsamstæðan, hverfill og rafall koma frá Fuji í Japan en starfsmenn á þeirra vegum hafa dvalist hér á landi allt þetta ár við uppsetningu og undirbúning gangsetningarinnar. 120 starfsmenn og verktakar Þegar mest var unnu allt að 120 starfsmenn HS Orku og verktaka að verkinu á degi hverjum og því var að mörgu að hyggja þegar rýma þurfti svæðið vegna eldsumbrota og gasmengunar. Í tilkynningu segir enn fremur að mat Skipulagsstofnunar hafi verið að stækkunarframkvæmdin þyrfti ekki að undirgangast fullt mat á umhverfisáhrifum og sótti HS Orka um nýtt nýtingar- og virkjunarleyfi árið 2022 fyrir allt að 85MW framleiðslu á grundvelli þess. Uppsett heildarvélarafl Svartsengis getur því rúmað frekari stækkun svo fremi sem sjálfbærni jarðhitaauðlindarinnar er tryggð. Orkuverið í Svartsengi er fyrsta blandaða jarðvarmavirkjunin á Íslandi en þar er framleidd raforka og heitt vatn. Virkjunin var reist undir merkjum Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku. Jarðvarmavinnsla hófst árið 1976 og var orkuverið síðar byggt upp í sex áföngum á ríflega þremur áratugum. Nú hefur sjöundi áfanginn verið tekinn í notkun. „Í dag er Svartsengi lykilinnviður á Reykjanesi og ómissandi hluti af daglegu lífi samfélagsins. Heitt vatn og raforka streymir inn á heimili, skóla og vinnustaði og eru grunnur að öruggri og sjálfbærri þjónustu svæðisins, að lífsgæðum og verðmætasköpun sem byggjast á endurnýjanlegri orku. Þessi sjöundi áfangi orkuversins, sem við fögnum hér í dag, skiptir máli. Þessi framkvæmd mun auka afkastagetu orkuversins umtalsvert, bæta nýtingu auðlindarinnar, endurnýja eldri einingar og efla heitavatnsframleiðslu fyrir samfélagið á Reykjanesi, sem er í örum vexti,“ sagði Jóhann Páll í ávarpi sínu og að þetta væri fjárfesting í framtíð svæðisins, í orkuöryggi og áframhaldandi verðmætasköpun. JóhanniPáll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, við afhjúpuninaArnar Valdimarsson Hann hrósaði starfsfólki HS Orku fyrir þrautseigju sína og staðfestu á tímum eldhræringa og óvissu. „Þið hafið staðið vaktina nótt sem dag og gert allt sem í ykkar valdi stendur til að heitt vatn og rafmagn haldist á svæðinu – jafnvel við erfiðustu aðstæður. Og þrátt fyrir allar þessar áskoranir þá hefur stækkun orkuversins gengið samkvæmt áætlun, sem segir sitt um vinnubrögð og festu ykkar sem að verkinu standið,“ sagði ráðherra. Sögulegt afrek að opna á réttum tíma Tómas Már tók í sömu strengi í ávarpi sínu og sagði það sögulegt að tíma- og verkáætlun uppbyggingar orkuversins hefði staðist þrátt fyrir margar áskoranir. „Við stöndum í hjarta HS Orku og hér voru skrifstofurnar okkar þar til fyrir tveimur árum. Ég stend nokkurn veginn þar sem skrifborðið mitt var og þar sem þið standið hér í salnum voru yfir 20 skrifborð starfsfólks. Fjármáladeildin okkar var svo í hinum enda hússins en reksturinn, ásamt UT og auðlindastýringunni, var með sínar starfsstöðvar í orkuverinu hér við hliðina. Svo breyttist allt 3. nóvember 2023. Það var föstudagsmorgunn og við vorum öll hér á mánaðarlegum starfsmannafundi. Hér hristist allt og skalf svo hressilega að við nánast hlupum út. Það hrundi úr loftum og útveggir gáfu sig. Viku síðar varð svo stóri atburðurinn þegar Grindavík hreinlega rifnaði í tvennt og Svartsengi fluttist í heilu lagi um tæpa tvo metra til norðurs og vesturs. Til að byrja með gátum við flest sem vinnum á skrifstofunni farið annað og fundið okkur tímabundið athvarf til að vinna, vorum í ágætis æfingu eftir Covid. En mannskapurinn í rekstri varð að vera hér í gegnum allan þennan hristing til að tryggja afhendingu á þeim gæðum sem okkur ber að afhenda – sem er heitt og kalt vatn og rafmagn,“ sagði Tómas Þór. Unnið hafi verið að því í kjölfarið að tryggja að hægt væri að fjarstýra þjónustunni í Svartsengi en það sé gott núna að vera komin aftur „heim“. „Við stefnum að því að flytja aftur í einhverri mynd á næstu misserum og það er gott að sjá þetta glæsilega húsnæði í notkun á ný.“ Tómas Þór fór svo yfir framkvæmdina, orkuverið sjálft og alla sem komu að uppbyggingunni. Hann sagði það líka hafa skipt höfuðmáli að hafa verið í góðu samstarfi við almannavarnir og aðra viðbragðaðila. „Í raun er það aðlögunarhæfni og útsjónarsemi allra þessara góðu aðila, verktakanna og okkar eigin fólks að þakka að við stöndum hér í dag. Öllum þessum vil ég þakka af heilum hug. Ég vil að endingu nefna að ég tel að sú framkvæmd að byggja varnargarða og verja heitavatnsframleiðsluna í Svartsengi og þar með öll mannvirki í Reykjanesbæ og víðar - jafnt byggð og atvinnustarfsemi sem flugvöllinn og varnarsvæðið - hafi verið hárrétt ákvörðun. Allt annað hefði orðið margfalt dýrara fyrir samfélagið allt og miklu erfiðara í framkvæmd,“ sagði Tómas Þór.
Eldgos og jarðhræringar Orkumál Grindavík Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira