Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2025 07:29 Ketill Berg Magnússon. HH Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í tilkynningu segir að Ketill muni taka við stöðunni þann 1. janúar næstkomandi, en hann hafi starfað sem svæðisstjóri mannauðsmála fyrir Norður Evrópu hjá Marel á Íslandi undanfarin ár. „Sigurborg Jónsdóttir hefur verið starfandi framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar frá því Svava Kristín Þorkelsdóttir lét af störfum í lok ágúst síðastliðins. Sigurborg mun sinna starfinu áfram þar til Ketill tekur við í byrjun næsta árs. Ketill er reynslumikill leiðtogi með yfir tuttugu ára alþjóðlega reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun og sjálfbærni. Hann kemur til HH frá JBT Marel, þar sem hann starfaði sem svæðisstjóri mannauðsmála fyrir Norður Evrópu. Þar bar hann ábyrgð á mannauðsstefnu og þróun starfsumhverfis fyrir rúmlega 5.000 starfsmenn á 26 stöðum. Nú síðast hefur hann stýrt stefnumótun í ferðaöryggi og krísustjórnun á heimsvísu. Áður var Ketill framkvæmdastjóri hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni. Þar leiddi hann uppbyggingu samstarfsnets yfir 100 fyrirtækja og stofnana. Hann hefur einnig starfað sem mannauðsstjóri hjá Símanum og sinnt fjölbreyttum stjórnunar- og ráðgjafastörfum þar sem hann hefur mótað stefnu, stutt við starfsmenningu og þróað leiðtogahæfni innan skipulagsheilda. Ketill er með MBA-gráðu frá ESADE háskólanum í Barcelona, MA gráðu í heimspeki og viðskiptasiðfræði frá Saskatchewan í Kanada, BA próf í heimspeki Háskóla Íslands og lauk námi í stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hann kennir jafnframt við Háskólann í Reykjavík á sviði sjálfbærni og siðfræði í viðskiptum,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Í tilkynningu segir að Ketill muni taka við stöðunni þann 1. janúar næstkomandi, en hann hafi starfað sem svæðisstjóri mannauðsmála fyrir Norður Evrópu hjá Marel á Íslandi undanfarin ár. „Sigurborg Jónsdóttir hefur verið starfandi framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar frá því Svava Kristín Þorkelsdóttir lét af störfum í lok ágúst síðastliðins. Sigurborg mun sinna starfinu áfram þar til Ketill tekur við í byrjun næsta árs. Ketill er reynslumikill leiðtogi með yfir tuttugu ára alþjóðlega reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun og sjálfbærni. Hann kemur til HH frá JBT Marel, þar sem hann starfaði sem svæðisstjóri mannauðsmála fyrir Norður Evrópu. Þar bar hann ábyrgð á mannauðsstefnu og þróun starfsumhverfis fyrir rúmlega 5.000 starfsmenn á 26 stöðum. Nú síðast hefur hann stýrt stefnumótun í ferðaöryggi og krísustjórnun á heimsvísu. Áður var Ketill framkvæmdastjóri hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni. Þar leiddi hann uppbyggingu samstarfsnets yfir 100 fyrirtækja og stofnana. Hann hefur einnig starfað sem mannauðsstjóri hjá Símanum og sinnt fjölbreyttum stjórnunar- og ráðgjafastörfum þar sem hann hefur mótað stefnu, stutt við starfsmenningu og þróað leiðtogahæfni innan skipulagsheilda. Ketill er með MBA-gráðu frá ESADE háskólanum í Barcelona, MA gráðu í heimspeki og viðskiptasiðfræði frá Saskatchewan í Kanada, BA próf í heimspeki Háskóla Íslands og lauk námi í stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hann kennir jafnframt við Háskólann í Reykjavík á sviði sjálfbærni og siðfræði í viðskiptum,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira