Stofnendur Snapchat voru "certified bros" Jóhannes Stefánsson skrifar 10. júlí 2013 21:08 Samskipti drengjanna súrnuðu svo um munaði, enda kom upp ágreiningur hver ætti hugmyndina og þar með tilkall til jafnvirði hundrað milljarða síðar meir. Dómsskjöl sem hafa verið gerð opinber vegna málaferla stofnenda Snapchat á hendur hvor öðrum leiða í ljós hvernig grín og gauragangur varð að dómsmáli vegna 800 milljón dollara fyrirtækis. Upphæðin jafngildir rúmum hundrað milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða útprentanir af SMS-skilaboðum og tölvupóstum sem fóru drengjanna á milli. Þau leiða í ljós að hugmyndin að smáforritinu kviknaði ekki sem eiginleg viðskiptahugmynd heldur vildu þeir reyna að fá gellur (e. chicks) til að senda sér myndir af sér.Drengirnir voru ekki óánægðir með myndir sem stúlkur kepptust við að senda þeimSíðan sést hvernig samskipti drengjanna taka að breytast þegar raunveruleikinn fer að renna upp fyrir þeim; þeir höfðu eignast gullgæs sem var hundruð milljóna dollara virði. Þeir átta sig að endingu á því að það skiptir máli hver er skráður hugmyndasmiður forritsins, en þeir eru ekki allir á einu máli hver það er. Að svo búnu upphófust málaferli sem standa nú yfir, en skjölin eru framlögð dómskjöl í málinu.Hér sést þegar þeir eru hættir gríninu og alvaran er tekin við.Þessi dómskjöl eru mjög áhugaverð, en þau sýna ferlið frá stofnun forritsins til dagsins í dag. Þegar þeir eru að reyna að koma smáforritinu á kortið segjast þeir meðal annars vera „certified bros", eða staðfestir vinir. Þeir leggja til að hægt sé að nota forritið til að deila með vinum sínum einkabröndurum og svo geti stelpur spurt hvora aðra „hvort rassinn á mér virðist feitur í þessum kjól, og svo framvegis. Skjölin í málinu má sjá á vefsíðu Gawker. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dómsskjöl sem hafa verið gerð opinber vegna málaferla stofnenda Snapchat á hendur hvor öðrum leiða í ljós hvernig grín og gauragangur varð að dómsmáli vegna 800 milljón dollara fyrirtækis. Upphæðin jafngildir rúmum hundrað milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða útprentanir af SMS-skilaboðum og tölvupóstum sem fóru drengjanna á milli. Þau leiða í ljós að hugmyndin að smáforritinu kviknaði ekki sem eiginleg viðskiptahugmynd heldur vildu þeir reyna að fá gellur (e. chicks) til að senda sér myndir af sér.Drengirnir voru ekki óánægðir með myndir sem stúlkur kepptust við að senda þeimSíðan sést hvernig samskipti drengjanna taka að breytast þegar raunveruleikinn fer að renna upp fyrir þeim; þeir höfðu eignast gullgæs sem var hundruð milljóna dollara virði. Þeir átta sig að endingu á því að það skiptir máli hver er skráður hugmyndasmiður forritsins, en þeir eru ekki allir á einu máli hver það er. Að svo búnu upphófust málaferli sem standa nú yfir, en skjölin eru framlögð dómskjöl í málinu.Hér sést þegar þeir eru hættir gríninu og alvaran er tekin við.Þessi dómskjöl eru mjög áhugaverð, en þau sýna ferlið frá stofnun forritsins til dagsins í dag. Þegar þeir eru að reyna að koma smáforritinu á kortið segjast þeir meðal annars vera „certified bros", eða staðfestir vinir. Þeir leggja til að hægt sé að nota forritið til að deila með vinum sínum einkabröndurum og svo geti stelpur spurt hvora aðra „hvort rassinn á mér virðist feitur í þessum kjól, og svo framvegis. Skjölin í málinu má sjá á vefsíðu Gawker.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira