Hagnaður af rekstri Facebook á öðrum ársfjórðungi nam 333 milljónum dala, en það samsvarar tæplega 40 milljörðum króna.
„Áhersla okkar á farsímavef Facebook hefur skilað góðum árangri og er traustur grunnur fyrir framtíðina,“ segir Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, í yfirlýsingu, en hagnaðurinn er sagður hafa farið fram úr væntingum.
Að sögn fjármálastjóra fyrirtækisins eyddu notendur Facebook 20 milljörðum mínútna á þessum vinsælasta samfélagsvef heims í júní.
Hagnaður Facebook tæpir 40 milljarðar króna
