Hinn sögufrægi listi Schindlers hefur verið settur á sölu á uppboðsvefnum eBay.
Listinn, sem var meðal annars umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Schindler's List eftir leikstjórann Steven Spielberg fyrir um tuttugu árum, er fjórtán blaðsíður að lengd og eru á honum nöfn rúmlega 800 gyðinga sem Oskar Schindler, verksmiðjueigandi og meðlimur þýska Nasistaflokksins, bjargaði frá því að verða sendir í útrýmingarbúðir.
Listinn, sem var áður í eigu fjölskyldu Itzhak Stern, bóhaldara og hægri handar Schindlers, var vélritaður árið 1945 en alls voru listarnir fjórir. Lægsta boð í listann er þrjár milljónir dollara, en það samsvarar um 360 milljónum króna. Hæstbjóðandi mun þó þurfa að sækja listann til Ísrael þar sem hann verður ekki sendur með pósti.
Listi Schindlers til sölu á eBay
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent