Hinn sögufrægi listi Schindlers hefur verið settur á sölu á uppboðsvefnum eBay.
Listinn, sem var meðal annars umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Schindler's List eftir leikstjórann Steven Spielberg fyrir um tuttugu árum, er fjórtán blaðsíður að lengd og eru á honum nöfn rúmlega 800 gyðinga sem Oskar Schindler, verksmiðjueigandi og meðlimur þýska Nasistaflokksins, bjargaði frá því að verða sendir í útrýmingarbúðir.
Listinn, sem var áður í eigu fjölskyldu Itzhak Stern, bóhaldara og hægri handar Schindlers, var vélritaður árið 1945 en alls voru listarnir fjórir. Lægsta boð í listann er þrjár milljónir dollara, en það samsvarar um 360 milljónum króna. Hæstbjóðandi mun þó þurfa að sækja listann til Ísrael þar sem hann verður ekki sendur með pósti.
