Eintómar góðar fréttir koma frá General Motors þessa dagana. Það þykja jú yfirleitt góðar fréttir fyrir fyrirtæki að auðkýfingurinn Warren Buffet kaupi í þeim og vanalega hækka bréf þeirra í verði í kjölfarið.
Buffet jók hlut sinn um 60% í GM og á nú 40 milljón hluti í bílaframleiðandanum. Buffet keypti í fyrstu 10 milljón hluti í fyrra þegar hlutbréfin voru skráð á um 20 dollara hluturinn. Nú standa bréfin í um 35 dollurum svo hann hefur grætt vel á kaupunum. Heildareign Buffet í GM er nú að andvirði 168 milljörðum króna.
Forstjóri General Motors fagnaði að sjálfsögðu kaupum Buffet í gær og sagði að hann sé einstaklega skynsamur fjárfestir sem hefur vissulega sögu sem sannar það. Því sé fjárfesting hans nú staðfesting á því að GM sé á réttri leið og trú á framtíð fyrirtækisins sé réttmæt og björt.
Warren Buffet eykur hlut sinn í GM
Finnur Thorlacius skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


