Tekjur af Candy Crush um 75 milljónir daglega Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 12. ágúst 2013 12:15 Leikurinn Candy crush hefur slegið í gegn, nú er jafnvel hægt að kaupa Candy Crush buxur. Yfir 44 milljónir manna spila leikinn Candy Crush í hverjum mánuði. Leikurinn er í 4 sæti á Apple App store og er í fyrsta sæti yfir viðbætur á Facebook. Leikurinn er spilaður yfir 600 milljón sinnum á dag og má ætla að daglega séu tekjur af honum um 75 milljónir íslenskra króna. Það var leikjafyrirtækið King sem gaf leikinn út í mars 2011. Ári síðar, í mars 2012 fór fyrirtækið í samstarf við Facebook og með þeim eiginleikum sem Facebook hefur upp á að bjóða varð hann fljótt vinsælasti leikur sem spilaður er í gegnum samskiptamiðilinn. Leikurinn var gefinn út fyrir iPhone og Android síma síðasta haust og fljótlega var hann kominn með yfir 50 milljónir notenda í hverjum mánuði. Eins og notendur vita þá gengur leikurinn út á að setja þrjá eða fleiri eins nammimola saman í röð og reyna að safna sem flestum stigum í hverju borði. Molarnir eru af ýmsum gerðum, sumir til að tefja fyrir spilaranum á meðan aðrir gefa spilaranum aukastig. Borðin í leiknum eru alls 455 og sífellt bætast við fleiri borð, í símaútgáfuleiksins eru borðin nú 395. Það er ókeypis að spila leikinn og vinir skiptast á að gefa hver öðrum líf til að halda áfram. Einnig er hægt að kaupa sér líf og nammimola sem hjálpa spilaranum áfram og ef miðað er við tekjur af leiknum má ætla að slík kaup séu vinsæl. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfir 44 milljónir manna spila leikinn Candy Crush í hverjum mánuði. Leikurinn er í 4 sæti á Apple App store og er í fyrsta sæti yfir viðbætur á Facebook. Leikurinn er spilaður yfir 600 milljón sinnum á dag og má ætla að daglega séu tekjur af honum um 75 milljónir íslenskra króna. Það var leikjafyrirtækið King sem gaf leikinn út í mars 2011. Ári síðar, í mars 2012 fór fyrirtækið í samstarf við Facebook og með þeim eiginleikum sem Facebook hefur upp á að bjóða varð hann fljótt vinsælasti leikur sem spilaður er í gegnum samskiptamiðilinn. Leikurinn var gefinn út fyrir iPhone og Android síma síðasta haust og fljótlega var hann kominn með yfir 50 milljónir notenda í hverjum mánuði. Eins og notendur vita þá gengur leikurinn út á að setja þrjá eða fleiri eins nammimola saman í röð og reyna að safna sem flestum stigum í hverju borði. Molarnir eru af ýmsum gerðum, sumir til að tefja fyrir spilaranum á meðan aðrir gefa spilaranum aukastig. Borðin í leiknum eru alls 455 og sífellt bætast við fleiri borð, í símaútgáfuleiksins eru borðin nú 395. Það er ókeypis að spila leikinn og vinir skiptast á að gefa hver öðrum líf til að halda áfram. Einnig er hægt að kaupa sér líf og nammimola sem hjálpa spilaranum áfram og ef miðað er við tekjur af leiknum má ætla að slík kaup séu vinsæl.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira