15 olíufélög hafa keypt gögn vegna Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 16:22 Íslendingar eiga 25% þátttökurétt á vænlegasta hluta Norðmanna. Fimmtán olíufélög hafa keypt rannsóknargögn frá Olíustofnun Noregs vegna hafsvæðanna við Jan Mayen og á suðausturhluta Barentshafs. Sala þeirra hófst fyrir tveimur mánuðum vegna ákvörðunar norskra stjórnvalda að opna svæðin til olíuleitar. Gögnin eru seld saman í einum pakka og innihalda einkum hljóðbylgjumælingar sem fram fóru á árunum 2011 og 2012. Verðið er 12 milljónir norskra króna, eða 240 milljónir íslenskra, en síðan leggst virðisaukaskattur ofan á. Eldri hljóðbylgjumælingar á svæðunum, sem ná aftur til ársins 1974, fylgja einnig með í kaupunum. Rannsóknargögn á norska hluta Jan Mayen-svæðisins snerta íslenska hagsmuni vegna ákvæðis í samningi þjóðanna um gagnkvæman 25% nýtingarrétt í lögsögu hvors annars á tilteknu svæði. Þá má ætla að olíufélög sem áhuga hafa á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins beini jafnframt sjónum að þeim hluta sem er Íslandsmegin, það er Drekasvæðinu. Í fréttatilkynningu Olíustofnunar Noregs kemur fram að eftirfarandi olíufélög hafa keypt rannsóknargögnin: Chevron Norge AS Idemitsu Petroleum Norge AS Det norske oljeselskap ASA AS Norske Shell Total E&P Norge AS Lundin Norway Tullow Oil Norge AS Statoil Petroleum AS Dong E&P Norge AS ConocoPhillips Skandinavia AS ENI Norge AS BP Norge AS OMV (Norge) GDF SUEZ E&P Norge AS BG Norge Ltd Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fimmtán olíufélög hafa keypt rannsóknargögn frá Olíustofnun Noregs vegna hafsvæðanna við Jan Mayen og á suðausturhluta Barentshafs. Sala þeirra hófst fyrir tveimur mánuðum vegna ákvörðunar norskra stjórnvalda að opna svæðin til olíuleitar. Gögnin eru seld saman í einum pakka og innihalda einkum hljóðbylgjumælingar sem fram fóru á árunum 2011 og 2012. Verðið er 12 milljónir norskra króna, eða 240 milljónir íslenskra, en síðan leggst virðisaukaskattur ofan á. Eldri hljóðbylgjumælingar á svæðunum, sem ná aftur til ársins 1974, fylgja einnig með í kaupunum. Rannsóknargögn á norska hluta Jan Mayen-svæðisins snerta íslenska hagsmuni vegna ákvæðis í samningi þjóðanna um gagnkvæman 25% nýtingarrétt í lögsögu hvors annars á tilteknu svæði. Þá má ætla að olíufélög sem áhuga hafa á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins beini jafnframt sjónum að þeim hluta sem er Íslandsmegin, það er Drekasvæðinu. Í fréttatilkynningu Olíustofnunar Noregs kemur fram að eftirfarandi olíufélög hafa keypt rannsóknargögnin: Chevron Norge AS Idemitsu Petroleum Norge AS Det norske oljeselskap ASA AS Norske Shell Total E&P Norge AS Lundin Norway Tullow Oil Norge AS Statoil Petroleum AS Dong E&P Norge AS ConocoPhillips Skandinavia AS ENI Norge AS BP Norge AS OMV (Norge) GDF SUEZ E&P Norge AS BG Norge Ltd
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira