„Heimskulegar leiðir til að deyja“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 20. ágúst 2013 16:17 Áströlsku baunirnar hafa sannarlega slegið í gegn. Auglýsingaherferð neðanjarðarlestarkerfisins í Melbourne í Ástralíu hefur vakið mikla athygli og slegið í gegn með lagi sem ber heitið „Dumb ways to die“, eða á íslensku: Heimskulegar leiðir til þess að deyja. Fyrirtækið hratt af stað auglýsingarherferð í nóvember á síðasta ári í því skyni að fækka slysum við lestarteina þar í landi. Yahoo! News greindi frá þessu. Ástralska neðanjarðarlestarkerfið fékk til samstarfs við sig, auglýsingastofuna McCann-Erickson til þess að hanna auglýsingarnar. Þeir sömdu þetta vinsæla lag og gerðu jafnframt myndband við það, sem sjá má hér neðst í fréttinni. Myndbandið hefur verið sótt yfir 56 milljón sinnum á Youtube. Myndbandið sýnir hvernig litlar ástralskar baunir deyja með því að haga sér með heimskulegum hætti. „Að kveikja í hárinu sínu“, „að selja bæði nýrun úr sér á internetinu“, „að borða lím“ eða „fela sig í þvottavél“. Þetta eru meðal dæma sem tekin eru í laginu yfir það sem fólk myndi alla jafna ekki telja ráðlegt að gera. Í lok myndbandsins sést svo hvernig litlu baunirnar deyja við lestarteina. Ein baunin deyr til dæmis með því að keyra yfir lestarteina og fram hjá hliði sem lokar fyrir bílaumferð þegar lest er í vændum. Myndbandið sló svo rækilega í gegn að ákveðið var að gefa út leik fyrir snjallsíma og kom leikurinn út í maí síðastliðnum. Í leiknum geta þátttakendur bjargað litlu baununum. Leikurinn er nú í 47. sæti yfir mest sóttu viðbæturnar fyrir snjallsíma á Íslandi. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Auglýsingaherferð neðanjarðarlestarkerfisins í Melbourne í Ástralíu hefur vakið mikla athygli og slegið í gegn með lagi sem ber heitið „Dumb ways to die“, eða á íslensku: Heimskulegar leiðir til þess að deyja. Fyrirtækið hratt af stað auglýsingarherferð í nóvember á síðasta ári í því skyni að fækka slysum við lestarteina þar í landi. Yahoo! News greindi frá þessu. Ástralska neðanjarðarlestarkerfið fékk til samstarfs við sig, auglýsingastofuna McCann-Erickson til þess að hanna auglýsingarnar. Þeir sömdu þetta vinsæla lag og gerðu jafnframt myndband við það, sem sjá má hér neðst í fréttinni. Myndbandið hefur verið sótt yfir 56 milljón sinnum á Youtube. Myndbandið sýnir hvernig litlar ástralskar baunir deyja með því að haga sér með heimskulegum hætti. „Að kveikja í hárinu sínu“, „að selja bæði nýrun úr sér á internetinu“, „að borða lím“ eða „fela sig í þvottavél“. Þetta eru meðal dæma sem tekin eru í laginu yfir það sem fólk myndi alla jafna ekki telja ráðlegt að gera. Í lok myndbandsins sést svo hvernig litlu baunirnar deyja við lestarteina. Ein baunin deyr til dæmis með því að keyra yfir lestarteina og fram hjá hliði sem lokar fyrir bílaumferð þegar lest er í vændum. Myndbandið sló svo rækilega í gegn að ákveðið var að gefa út leik fyrir snjallsíma og kom leikurinn út í maí síðastliðnum. Í leiknum geta þátttakendur bjargað litlu baununum. Leikurinn er nú í 47. sæti yfir mest sóttu viðbæturnar fyrir snjallsíma á Íslandi.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira