Spillingin blómstrar í fyrirtækjum á nýmarkaðssvæðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2013 11:00 Framkvæmdir í Kína. Nordicphotos/AFP Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira