Hlutabréf í Bandaríkjunum féllu í morgun þegar markaðir opnuðu. Standard og Poor‘s hlutabréfavísitalan og Dow Jones vísitalan féllu báðar um hálft prósent.
Lækkunina má rekja til deilunnar á Bandaríkjaþingi um hækkun skuldaþaks ríkisins og útgjaldaheimildir ríkisstofnana, sem gæti á endanum leitt til greiðsluþrots Bandaríkjanna.
Standard og Poor‘s vísitalan hækkaði um 0,8 prósent í síðustu viku þegar tímabundið samkomulag í deilunni var talið líklegt. Á laugardag varð hins vegar ljóst að það myndi ekki nást, og markaðirnir hafa nú brugðist við þeim tíðindum.
