Björgunarmiðstöð verði á Bjarnarey Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2013 16:22 Bjarnarey er miðja vegu milli Svalbarða og nyrsta odda Noregs. Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira