Stefnir í vínþurrð í heiminum Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. október 2013 23:59 Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira