Skilnaður aldarinnar: McDonald's hættir með Heinz Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2013 11:30 Fyrirtækin hafa verið í viðskiptum í yfir 40 ár. mynd/getty Viðskiptasambandi hamborgarakeðjunnar McDonalds og tómatsósuframleiðandans Heinz er lokið. Keðjan hefur borið tómatsósuna á borð í meira en 40 ár. Tómatsósunni verður kippt af borðum McDonald's innan skamms og segir talsmaður hamborgarakeðjunnar að skiptin yfir í aðra tómatsósutegund muni ekki hafa nein áhrif á gæði matarins. Fyrirtækin hafa verið í viðskiptum í yfir 40 ár en vegna skipulagsbreytinga innanhúss hjá Heinz hefur McDonald's tekið þá ákvörðun að skipta yfir í aðra tegund tímabundið á meðan unnið verður að því að finna arftaka Heinz til frambúðar. Á dögunum tók Bernardo Hees, fyrrverandi forstjóri Burger King-keðjunnar, við forstjórastöðu hjá Heinz og lagðist það illa í yfirmenn hjá McDonalds, en Burger King er þeirra helsti keppinautur. Reyndar hafa mörg útibú hamborgarakeðjunnar í Bandaríkjunum ekki boðið upp á Heinz í þó nokkurn tíma. Staðir utan Bandaríkjanna bjóða hins vegar enn upp á þessa vinsælu tómatsósu. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Viðskiptasambandi hamborgarakeðjunnar McDonalds og tómatsósuframleiðandans Heinz er lokið. Keðjan hefur borið tómatsósuna á borð í meira en 40 ár. Tómatsósunni verður kippt af borðum McDonald's innan skamms og segir talsmaður hamborgarakeðjunnar að skiptin yfir í aðra tómatsósutegund muni ekki hafa nein áhrif á gæði matarins. Fyrirtækin hafa verið í viðskiptum í yfir 40 ár en vegna skipulagsbreytinga innanhúss hjá Heinz hefur McDonald's tekið þá ákvörðun að skipta yfir í aðra tegund tímabundið á meðan unnið verður að því að finna arftaka Heinz til frambúðar. Á dögunum tók Bernardo Hees, fyrrverandi forstjóri Burger King-keðjunnar, við forstjórastöðu hjá Heinz og lagðist það illa í yfirmenn hjá McDonalds, en Burger King er þeirra helsti keppinautur. Reyndar hafa mörg útibú hamborgarakeðjunnar í Bandaríkjunum ekki boðið upp á Heinz í þó nokkurn tíma. Staðir utan Bandaríkjanna bjóða hins vegar enn upp á þessa vinsælu tómatsósu.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira