Jör með kvenfatalínu og stefnir á erlendan markað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2013 18:45 Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira