Það er ekkert mál að búa til smásjá með snjallsíma.
Það er einfalt mál að búa til ódýra og góða smásjá með snjallsímum. Í myndbandinu hér að neðan er því lýst hvernig má gera það. Það tekur aðeins um 20 mínútur að útbúa smásjána.Þetta kemur fram á Gizmodo.
Það sem þarf, er plexígler, leysir (e. laser pointer), skrúfur og borvél. Í myndbandinu er því svo lýst hvernig á að setja þetta saman og úr verður nokkuð fullkomin smásjá.