Bankarisinn JP Morgan Chase þarf að öllum líkindum að greiða rúma 1560 milljarða íslenskra króna í sekt vegna vafasamra viðskiptahátta í aðdraganda bankahrunsins í Bandaríkjunum.
Engin fordæmi eru fyrir svo hárri sektarfjárhæð en samkvæmt The Wall Street Journal náðist dómsátt í málinu þegar lögfræðingateymi bankans og teymi á vegum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna áttu fund á föstudag.
