Honda eykur hagnað um 46% Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2013 15:15 Honda Civic. Mjög góð sala Honda bíla í Bandaríkjunum hefur stóraukið hagnað fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins og nam hann 149 milljörðum króna. Honda er fimmti stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum og seldi 413.434 bíla aðeins á þessum 3 mánuðum, þ.e. frá júlí til september þar. Var sala Honda 13% meiri en árið á undan. Honda Civic seldist eins og heitar lummur, enda er sá bíll sá söluhæsti í flokki smærri bíla þar vestra. Honda Accord seldist einnig vel og jókst sala hans um 14% milli ára. Afslættir af Honda bílum voru 30% minni heldur en árið 2012 og á það einnig stóran hlut í auknum hagnaði. Honda gaf minnstan afslátt af bílum sínum, frá auglýstu verði, af öllum 6 söluhæstu bílafyrirtækjum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Honda ætlar að selja 6 milljón bíla árið 2017 og hefur fjárfest mikið til að það megi ganga eftir. Yrði það mikið stökk frá 4,01 milljón bíla sölu ársins 2012. Honda gengur einnig vel í heimalandi sínu Japan og var söluaukningin 40% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun japanska yensins hefur hjálpað Honda mikið eins og reyndar öllum japönsku framleiðendunum sem sjá nú bjarta tíma eftir erfið ár þar sem yenið steig í hæstu hæðir. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mjög góð sala Honda bíla í Bandaríkjunum hefur stóraukið hagnað fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins og nam hann 149 milljörðum króna. Honda er fimmti stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum og seldi 413.434 bíla aðeins á þessum 3 mánuðum, þ.e. frá júlí til september þar. Var sala Honda 13% meiri en árið á undan. Honda Civic seldist eins og heitar lummur, enda er sá bíll sá söluhæsti í flokki smærri bíla þar vestra. Honda Accord seldist einnig vel og jókst sala hans um 14% milli ára. Afslættir af Honda bílum voru 30% minni heldur en árið 2012 og á það einnig stóran hlut í auknum hagnaði. Honda gaf minnstan afslátt af bílum sínum, frá auglýstu verði, af öllum 6 söluhæstu bílafyrirtækjum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Honda ætlar að selja 6 milljón bíla árið 2017 og hefur fjárfest mikið til að það megi ganga eftir. Yrði það mikið stökk frá 4,01 milljón bíla sölu ársins 2012. Honda gengur einnig vel í heimalandi sínu Japan og var söluaukningin 40% á þriðja ársfjórðungi. Lækkun japanska yensins hefur hjálpað Honda mikið eins og reyndar öllum japönsku framleiðendunum sem sjá nú bjarta tíma eftir erfið ár þar sem yenið steig í hæstu hæðir.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira