Ferrari þénar mest á hvern seldan bíl Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 10:47 Ferrari að gera góða hluti. nordicphotos/getty Bílaframleiðandinn Ferrari fær mest fyrir hvern bíl sem fyrirtækið selur af öllum bílaframleiðendum í heiminum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við háskólann í Duisborg í Þýskalandi á dögunum. Gríðarlegur munur er á tekjum fyrirtækja sem framleiða færri gæðabíla og þeirra sem fjöldaframleiða ökutæki. Háskólinn í Þýskalandi rannsakaði fyrstu þrjá ársfjórðunga bílaframleiðenda og niðurstaðan var sú að Ferrari og Porsche þéna mest allra framleiðenda á hverjum seldum bíl. Ferrari hefur framleitt 13.000 bíla það sem af er ársins 2013 en meðalverð þeirra er 194.227 evrur eða rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins er því tæplega fjórar milljónir íslenskra króna á hverjum seldum bíl. Porsche hefur selt um 115.000 bíla en meðalverð á þeim er 90.600 evrur eða tæplega fimmtán milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á hverjum seldum bíl er því um 2,7 milljónir íslenskra króna. Bílaframleiðendurnir BMW, Audi og Mercedes Benz þéna allir í kringum hálfa milljón íslenskra króna á hverjum bíl. Toyota stendur best að vígi þeirra bílaframleiðenda sem fjöldaframleiða sína vöru en fyrirtækið þénar um 250.000 íslenskra króna á hverjum bíl sem fyrirtækið selur. Það er því himinn og haf á milli Toyota og Ferrari. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bílaframleiðandinn Ferrari fær mest fyrir hvern bíl sem fyrirtækið selur af öllum bílaframleiðendum í heiminum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við háskólann í Duisborg í Þýskalandi á dögunum. Gríðarlegur munur er á tekjum fyrirtækja sem framleiða færri gæðabíla og þeirra sem fjöldaframleiða ökutæki. Háskólinn í Þýskalandi rannsakaði fyrstu þrjá ársfjórðunga bílaframleiðenda og niðurstaðan var sú að Ferrari og Porsche þéna mest allra framleiðenda á hverjum seldum bíl. Ferrari hefur framleitt 13.000 bíla það sem af er ársins 2013 en meðalverð þeirra er 194.227 evrur eða rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins er því tæplega fjórar milljónir íslenskra króna á hverjum seldum bíl. Porsche hefur selt um 115.000 bíla en meðalverð á þeim er 90.600 evrur eða tæplega fimmtán milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á hverjum seldum bíl er því um 2,7 milljónir íslenskra króna. Bílaframleiðendurnir BMW, Audi og Mercedes Benz þéna allir í kringum hálfa milljón íslenskra króna á hverjum bíl. Toyota stendur best að vígi þeirra bílaframleiðenda sem fjöldaframleiða sína vöru en fyrirtækið þénar um 250.000 íslenskra króna á hverjum bíl sem fyrirtækið selur. Það er því himinn og haf á milli Toyota og Ferrari.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira